Saturday, October 30, 2010

Ungbarnateppi

Jæja, nú er ég loksins búin að klára Bring it on baby blanket ungbarnateppið.



Ég þurfti að hafa það í hlutlausum lit en vildi samt hafa það svoldið öðruvísi og endaði með þessa þrjá liti. Ég var bara nokkuð sátt :)


En ég veit að það er ekki öllum sem finnst þessir litir "passa" fyrir ungbarn ;) Hvað finnst ykkur ???

Hér er svo nærmynd af munstrinu.

Uppskriftin er hér til hliðar á ensku, en svo var ég líka búin að setja inn á bloggið íslenska þýðingu á uppskriftinni. En það var ein almennileg á handavinnuspjallinu á barnalandi sem þýddi hana fyrir mig :)

Íslensku uppskriftina má finna hérna neðar á blogginu.


Thursday, October 28, 2010

Skrímslabuxurnar í Norge :)

Jæja, nú er litli frændi í noregi búinn að fá skrímlsabuxurnar sem ég prjónaði á hann :) Ég vona bara að hann geti notað þær í vetur í kuldanum :)

Ég ákvað að skella inn mynd af honum í buxunum :)

Eins og ég hef sagt svo oft áður, þá er uppskriftin hérna til hægri undir "prjónauppskriftir" og neðar á síðunni var ég búin að skrifa hvernig ég breytti þeim :)

Saturday, October 16, 2010

Lambhúshetta og skrímslarass :)

Jæja, nú er ég loksins búin að klára lambhúshettuna á yngri soninn líka :) Hann var búinn að bíða eftir að fá sína lambhúshettu og var sko heldur betur glaður að fá eins húfu og stóri bróðir :)

Ég set inn eina mynd af honum með nýju lambhúshettuna sína :)


Og hér kemur svo mynd af þeim báðum með lambhúshetturnar :)


Svo er ég búin að klára þriðju skrímslabuxurnar. En það var lítill frændi í noregi sem fékk þær sendar í síðbúna afmælisgjöf :)

Hérna er mynd af þeim að aftan.....


Og hér er svo mynd af þeim að framan :)




Uppskriftin af lambhúshettunni er hér til hliðar undir "prjónauppskriftir" Og uppskriftin af skrímslabuxunum er þar líka, ég reyndar breytti aðeins uppskriftinni af buxunum, en það er færsla hér neðar í blogginu þar sem ég útskýri hvernig ég breytti þeim :)