Tuesday, January 29, 2013

Heklað teppi

Þegar ég var ólétt af yngsta barninu mínu, þá prjónaði ég handa henni bring it on teppið. En uppskriftina má sjá hérna. Síðan þá hef ég alltaf ætlað að prjóna svoleiðis handa strákunum mínum, en enn hefur ekki gefist tími til þess. Um daginn fann ég svo þessa ótrúlega einföldu en flottu uppskrift af hekluðu teppi og ákvað að láta til skarar skríða og byrjaði á teppunum handa þeim. Nú er ég hálfnuð með fyrra teppið og vona að ég nái að klára þau fyrir sumarið (en er ekki svo viss, vegna tímaleysis í augnablikinu)

En Hérna er uppskrift af teppinu.

Og hér kemur svo mynd af teppinu á síðunni þar sem ég fann uppskriftina :)
Uppskriftin fer svo að sjálfsögðu líka í "hekluppskriftir" hér til hliðar :)


Monday, January 28, 2013

Revontuli

Mér finnst þetta sjal svo ótrúlega fallegt.

Hérna er frí uppskrift af því.





Ég set svo uppskriftina líka inn hér til hliðar undir "prjónauppskriftir"


Saturday, January 19, 2013

Hraðprjón

Ég var að vafra um á netinu og datt þá niður á þetta video. En hún Miriam Tegels er heimsins hraðasti prjónari, ef maður getur orðað það svona á íslensku :) En heimsmetið hennar er 118 lykkjur á mínútu. Í þessu videoi er farið yfir helstu grunnatriði í hraðprjóni.

Hér er linkurinn og svo set ég linkinn líka hér til hliðar ---> undir kennslu- video. Það getur verið að það þurfi að scrolla aðeins niður til að finna linkinn :)

Heimsmethafinn í hraðprjóni Miriam Tegels


Svo er bara að æfa sig :)

Monday, January 14, 2013

Húfa, vettlingar og trefill

Í sumar bjó ég til uppskriftina af þessu setti. Mig langaði að prjóna létta húfu á dótturina og svo þegar húfan var tilbúin, þá gat ég ekki hætt og endaði með vettlinga og trefil í stíl :)


Hér er settið.

Og hér er stelpuskottið mitt með húfuna sína, trefilinn og vettlingana :)


Hér sjást svo vettlingarnir betur :)

Tuesday, January 8, 2013

Kríufár :)

Þó svo að ég hafi aðallega verið að prjóna, þá er ég nú aðeins farin að smitast af hekli líka :) Í fyrra fékk ég í afmælisgjöf æðislega uppskriftabók sem heitir Þóra heklbók. Í henni er urmull af ótrúlega skemmtilegum og fallegum uppskriftum.

Ég hef aðeins heklað úr henni, en núna fyrir jólin heklaði ég 5 sjöl úr henni, en uppskriftin af þeim heitir "Kría" Kríurnar mínar 5 fóru svo í jólapakka og nú bíð ég eftir því að hafa tíma til að hekla eina fyrir sjálfa mig :)

Hérna koma svo myndir af Kríunum.


Ég gerði tvær í þessum græna lit. En þetta er sjálfmynstrandi Kunstgarn sem ég keypti í Rúmfatalagernum.


Þessi bláa og svarta er prjónuð úr einbandi.


Svo heklaði ég tvær gráar úr garni sem ég átti hérna heima í garnkommóðunni minni. En þetta garn heitir Riot og var einusinni til í Rúmfatalagernum. Ég held að það sé ekki til þar lengur.


 Í aðra Kríuna sem ég heklaði úr gráa garninu notaði ég líka svart mohair garn.



 Hérna fyrir neðan eru svo tvær af Kríunum í lit :)


Og hér eru svo tvær svarthvítar :)


Nú er ég enn að hekla upp úr þessari sömu heklbók, en ég er að gera teppi handa strákunum mínum :) Ég skelli inn mynd af þeim þegar þau eru tilbúin :)

Þangað til næst.

Fríða

Thursday, January 3, 2013

Jólasveinahúfurnar :)

Ég gleymdi alltaf að setja inn myndina af jólasveinahúfunum sem ég kláraði í Desember. En hér kemur allavega mynd af börnunum með húfurnar sínar.


Wednesday, January 2, 2013

Kósý teppi.

Gleðilegt ár kæru vinir. Takk fyrir allar heimsóknirnar á árinu sem er að líða. Þær hafa verið margar og nú nálgast heimsóknir á síðuna 200.000. Takk fyrir það :) Ég er alltaf að komast betur og betur að því hversu margir skoða síðuna mína, því að ég lendi nú orðið svo oft í því þegar síðan kemur til tals að fólk segi, "Já, ert ÞÚ með þá síðu" :) Það er alltaf gaman að sjá að fólk hefur bæði gagn og gaman að ;)

Ég er ein af þeim sem strengi yfirleitt ekki áramótaheit, en í ár ætla ég að gera það... En mitt áramótaheit er að vera duglegri að pósta hérna inn :)

Ég var að vafra á netinu þegar ég fann þessa æðiselgu upskrift af þessu ótrúlega notalega teppi. Ég get ýmindað mér að það sé kósý að sitja í sófanum með þeta flotta teppi og heitt kakó :) En uppskriftina fann ég á síðu sem heitir pickles.

Hér er linkur á uppskriftina

Og hér er linkur á það hvernig þetta prjónaspor er prjónað.



Aldrei að vita nema ég skelli í eitt svona teppi í vetur.