
En þetta er mjög einfalt. Ég setti vatn og edik í pott. C.a. einn dl af ediki á móti 2 af vatni, lét suðuna koma upp. Setti þá garnið út í vatnið og létt bulla nokkrum sinnum, eða þar til garnið var orðið blautt í gegn. Svo var ég búin að blanda Wilton matarlitum í vatn og hellti yfir garnið. Einn lit á sitthvorn endann á dokkunni og einn lit í miðjuna. Svo tók ég garnið upp úr áður en litirnir blönduðust saman. (Þá hefði garnið bara orðið brúnt) Lét garnið svo þorna og skolaði það upp úr köldu vatni. Lét það svo þorna aftur og þvoði það svo upp úr sápu.
Einfalt og skemmtilegt :) Ég hlakka svo til að byrja á vettlingunum. (Þarf bara að klára einar skrímslabuxur fyrst)