Saturday, August 25, 2012

Pakki frá noregi :)


Ég á systir í noregi sem er mikil handavinnu kona. Hún heklar og prjónar eins og enginn sé morgundagurinn :) Hún framleiðir húfur, sokka, og fleiri fallegar vörur í tonnatali og hver hluturinn öðrum fallegri :) HÉR er bloggið hennar :) Og HÉR getið þið séð afraksturinn af allri fallegu handavinnunni hennar :) En í gærkvöldi fékk ég frá henni pakka !!! Í pakkanum var heill hellingur af prjónadóti og fullt af yndislega fallegu garni !!!! Meðal þess sem var í pakkanum fína var Stór prjónataska sem ég ætla að nota fyrir prjónastykkin sem ég er með í vinnslu, svo voru skæri, 3 sett af bambus sokkaprjónum, 27 heklunálar í ÖLLUM stærðum, bókamerki sem ég ætla að nota í prjónabækurnar mínar, ein ótrúlega falleg heklubók og æðisleg uppskriftabók bæði með uppskriftum af hekluðum og prjónuðum dúkkufötum !!! Og síðast en ekki síst var uppáhalds súkkulaðið mitt, en það vill svo vel til að það heitir HOBBY :) Hér er mynd af herlegheitunum.

Svo sendi hún líka fullt af fötum bæði á mig og börnin :) Strákarnir fengu æðislega flísgalla hvorki meira né minna en tvö sett á hvorn, sem eiga eftir að nýtast vel í kuldanum í vetur, og litla prinsessan á bænum fékk flíshúfur og heilann helling af fötum. Og hún var sko glöð þegar hún vaknaði í morgun að fá fullt af nýjum fötum til að máta, en hún ELSKAR að máta föt og klæða sig upp, þó svo að hún sé ekki nema 18 mánaða :) Svo fékk ég líka þrenna síðerma boli :)

Takk fyrir mig, kæra systa :)

Wednesday, August 22, 2012

Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar :)

Munið þið eftir þessu og þessu ? Nú er ég búin að prjóna úr þessu skemmtilega heimalitaða garni :) Ég prjónaði vettlinga a börnin mín þrjú. Strákarnir fengu "hermanna" vettlinga úr cool aid garninu sem ég litaði með cool aid og klaka og dóttirin fékk rauða og græna vettlinga sem sá elsti kallar "jarðaberja vettlinga"
Eins og það er gaman að lita garn sjálf, þá er ennþá skemmtilegra að prjóna úr því :) Það er svo gaman að sjá hvernig útkoman verður.

En hérna koma myndir af afrakstrinum :)





Saturday, August 4, 2012

Kjóll á heimasætuna :)

Fyrir nokkru tók ég þátt í svokölluðu "prjónaswapi" sem fyrir þá sem ekki vita gengur út á það að ég sendi einhverri/einhverjum lítinn pakka með prjóna tengdum hlutum í og í staðin fæ ég pakka frá einhverjum öðrum sem einnig tók þátt í swapinu :) En allavega fékk ég í pakkanum mínum tvær dokkur af þessu yndislega garni sem heitir ROWAN Pure wool. Það er svo mjúkt og fallegt að það lá við að ég sæti og klappaði því :) En þegar ég fékk garnið, þá kom ekkert annað til greina en að prjóna kjól á stelpuna mína úr þessu. Ég var strax ákveðin í því hvernig kjóllinn ætti að líta út, og þar sem ég var svona rosalega ákvaðin í því, þá ákvað ég að prjóna kjólinn eins alveg eins og ég vildi hafa hann. En þar sem ég avar nokkuð viss um að ég fyndi alveg örugglega ekki svoleiðis uppskrift, þá sá ég ekkert annað í stöðunni en að búa til uppskriftina sjálf :)

Það endaði svo með þessum kjól á skottuna. Ég var bara nokkuð ánægð með útkomuna og hún er svo himinlifandi yfir nýja kjólnum sínum að hún neitar að fara úr honum ;)

Ég lenti reyndar í smá veseni, því að dokkurnar mínar tvær kláruðust og einabúðin hérna á íslandi sem selur þetta garn er Storkurinn. En Storkurinn átti garnið ekki til og þær vissu ekki hvenær garnið væri væntanlegt. En ég er samt svo heppin að ég á systir sem býr í noregi og við fundum þetta garn í netverslun þar í landi og hún gat pantað fyrir mig eina dokku sem reyndar var ekki með sama lotunúmeri en litanúmerið var það sama. Hún sendi mér dokkuna og sem betur fer, þá var liturinn nákvæmlega eins, þrátt fyrir ða lotunúmerið væri annað :) Takk fyrir það systa :)

En hér koma allavega nokkrar myndir af kjólnum, eða skokknum sem er eiginlega réttara nafn fyrir hann.

Ég er ekki enn búin að ákveða nafnið á kjólnum sjálfum, en var að láta mér detta í hug annaðhvort "Fjóla" þar sem hann er svo fallega fjólublár eða "Mar" þar sem skottan sem ber kjólinn heitir að seinna nafni Maren.

Hvað finnst ykkur um þau nöfn ? Hafið þið einhverja hugmynd af öðru nafni á kjólinn ?