Wednesday, August 24, 2011

Lambhúshettur á leikskólann :)

Jæja, strákana vantaði lambhúshettur fyrir leikskólann í vetur. Ég fann þessa æðislegu uppskrift í bókinni fleiri prjónaperlur og ákvað að prufa að prjóna svoleiðis. Reyndar var uppskriftin bara gefin upp fyrir eina stærð og úr kambgarni, þannig að ég notaði annað garn, smart úr rúmfó, prjóna númer 4 og notaði sama lykkjufjölda, en svo gerði ég þær bara lengri en sagt er í uppskriftinni. Það kom bara þokkalega vel út og hetturnar passa svona líka ferlega vel á strákana :)

Sniðið finnst mér svo gott, vegna þess að húfurnar liggja svo vel að andlitinu og eru ekki að fara ofan í augu og af eyrunum.

En allavega, hér koma svo myndir af lambhúshettunum.

Steinar Örn ( 3 ára ) með sína lambhúshettu :)




Bjarki Þór ( 5 ára ) með sína lambhúshettu :)



Og svo kemur ein mynd af lambhúshettunum.

Thursday, August 18, 2011

Strákarnir komnir í hvala-peysurnar sínar :)

Jæja, strákarnir fóru í nýju peysunum sínum í leikskólann í morgunn. Þeir voru svo ánægðir með þær, eins og reyndar með allt sem ég prjóna á þá. Þeir eru alltaf jafn spenntir þegar ég er að prjóna eitthvað á þá og fylgjast vel með og spurja reglulega hvort ég sé búin eða hvort ég sé núna að prjóna seinni ermina og svo framveigis :)

En þeir voru allavega MJÖG ánægðir með nýju peysurnar sínar í morgunn.

Og hér koma svo myndir af þeim í þeim.


Algjörir töffarar :)



Meira en lítið ánægðir með peysurnar sínar :)



Það er nú ekki hægt að vera OF lengi í myndatöku án þess að leika sér aðeins ;)


Wednesday, August 17, 2011

Hvalapeysur

Ég prjónaði þessar tvær peysur á strákana mína sem eru 3 og 5 ára. Sá eldri var að skoða prjónabækurnar mínar þegar hann sá þessa peysu og bað mig um að prjóna hana :) Sá yngri vill alltaf vera eins og stóri bróðir, þannig að auðvitað gerði ég á þá báða. Þær verða fínar í leikskólann í vetur :)


Hér er svo ein mynd af munstrinu :)


Ég notaði léttlopa og prjóna Nr. 4 og uppskriftin er úr bókinni "Fleiri prjónaperlur".

Ég set svo kannski seinna inn mynd af strákunum í nýju peysunum sínum :)