Monday, January 27, 2014

Sparíhúfa á litla prinsessu :)

Dóttir mín fékk þessa yndislega fallegu ullarkápu fyrir jólin, kápan var keypt í USA, og er dásamlega mjúk og falleg :) Mér fannst hún eiginlega verða að fá húfu í stíl, en þar sem ég hugsaði allt of seint út í það, þá náði ég ekki að fara í búðarráp til að leita af húfu. En að sjálfsögðu fann ég garn í nánast réttum litum og prjónaði húfu á núll-einni ;)

Garnið sem ég notaði er Superwash sport garn, sem er 100% hrein ull. Svo heklaði ég blóm í þessum fallega kóngabláa lit :)
Prjónar og heklunál númer 3,5
Og uppskriftin er frá mér ;)

Hér er svo mynd af snúllunni minni, í kápunni með húfuna fínu :)