Wednesday, March 30, 2011

Lítil sængurgjöf

Ég prjónaði þessar hosur um daginn úr léttlopa og þæfði þær. Svo gaf ég litlum snáða þær ásamt öðru í sængurgjöf.

Svo er ég að prjóna svona núna handa dóttur minni sem er nýorðin mánaðargömul.

Uppskriftin er úr bókinni garn og gaman.

Saturday, March 12, 2011

1 árs afmæli !!!

Í dag 12. mars er eitt ár liðið frá því að ég byrjaði að blogga hérna :) Á þessu eina ári hafa hvorki meira né minna en 50.000 gestir skoðað síðuna mína !!! Ég vona að þið sem lesið þetta hjá mér hafið bæði gagn og gaman af :)

Ég byrjaði að prjóna aftur rétt eftir áramótin 2010 en þá hafði ég ekki snert prjóna síðan ég var í grunnskóla !!! Ég komst að því að það er hægt að finna ALLT sem maður þarf að finna sem tengist prjónaskap á netinu og ég nýtti mér það mjög mikið. Skoðaði t.d. allskonar kennslu video ef það var eitthvað sem ég kunni ekki eða var ekki viss um að ég væri að gera rétt. Eins var ég (og er) mjög dugleg að leita uppi allskonar fríar prjónauppskriftir á netinu.

Þegar ég byrjaði að blogga hérna, þá hafði ég hugsað með mér að það væri fínt að geta sett allt sem ég finn um prjónaskap á netinu hérna inn, kennslu video, uppskriftir og fleira svo að það væri aðgengilegra fyrir mig að finna það aftur. Svo vatt þetta upp á sig og nú er ég líka farin að setja myndir af öllu sem ég prjóna sjálf hérna inn líka :)

Ég veit að það eru margir sem skoða bloggið mitt reglulega og ég er mjög ánægð með að aðrir en ég sjálf hafa gagn af síðunni minni :)

Ef þið finni eitthvað sniðugt sem ykkur finnst að eigi heima á þessari síðu, þá megið þið alveg endilega láta mig vita svo að ég geti sett það hér inn :) Þið getið þá annaðhvort sett það inn sem komment eða sent mér e-mail á bjorkdesign(hjá)hotmail.com

Takk fyrir að lesa bloggið mitt kæru bloggvinir :)

Góða skemmtun og gleðilegt prjón :)