En hér kemur svo mynd af einni húfunni.

Og svo ein mynd af dótturinni með nýju mjúku fínu húfuna sína :)

Ég notaði semsagt Maharaja silki sem ég keypti í garnbúð Gauju í Mjóddinni og prjóna númer 2,5.
En svo þar sem að gestagangur um síðuna mína er frekar mikill, eða um 10.000 gestir á mánuði eða fleiri, sem er auðvitað bara ÆÐISLEGT, þá langar mig svolítið til að biðja ykkur um að láta mig vita að þið hafið kíkt hingað inn ;) Það er svo gaman að sjá hverjir kíkja og hvað ykkur finnst um bæði síðuna mína og það sem ég er að setja hérna inn, bæði það sem ykkur finnst gott og líka það sem ykkur finnst miður :)
Endilega kvittið fyrir komuna, það er svo gaman að fá skilaboð frá ykkur.
En það er mjög auðvelt að setja inn komment. Þið bara ýtið á "post a comment" hér fyrir neðan og veljið Name/URL og skrifið nafnið ykkar (eða gælunafn) og smá skilaboð og ýtið á publish your comment :)
Bestu prjónakveðjur, Fríða :)