Jæja, nú er ég loksins búin að klára lambhúshettuna á yngri soninn líka :) Hann var búinn að bíða eftir að fá sína lambhúshettu og var sko heldur betur glaður að fá eins húfu og stóri bróðir :)
Ég set inn eina mynd af honum með nýju lambhúshettuna sína :)
Og hér kemur svo mynd af þeim báðum með lambhúshetturnar :)
Svo er ég búin að klára þriðju skrímslabuxurnar. En það var lítill frændi í noregi sem fékk þær sendar í síðbúna afmælisgjöf :)
Hérna er mynd af þeim að aftan.....
Og hér er svo mynd af þeim að framan :)
Uppskriftin af lambhúshettunni er hér til hliðar undir "prjónauppskriftir" Og uppskriftin af skrímslabuxunum er þar líka, ég reyndar breytti aðeins uppskriftinni af buxunum, en það er færsla hér neðar í blogginu þar sem ég útskýri hvernig ég breytti þeim :)
6 comments:
Dugnadur er ì thèr systa.
Thessi lambùshetta er à jòlagjafaòskalistanum :)
Sæl var að finna síðuna þín fyrst í dag.
Rosalega flott og margt sem mér lýst mjöööög vel á.
Langar að spyrja um eitt.. hvað stækkaðiru skrímslabuxurnar mikið?
er að fara að prjóna á einn sem verður 2 í mars. langar ekki að hafa þær of litlar, og hvaða garn notaðiru.
og gerðiru augun með prjónspori eða ?
Sæl var að finna síðuna þín fyrst í dag.
Rosalega flott og margt sem mér lýst mjöööög vel á.
Langar að spyrja um eitt.. hvað stækkaðiru skrímslabuxurnar mikið?
er að fara að prjóna á einn sem verður 2 í mars. langar ekki að hafa þær of litlar, og hvaða garn notaðiru.
og gerðiru augun með prjónspori eða ?
Komdu sæl Heiða Sigrún.
Gaman að heyra að þér líst vel á síðuna mína :)
en ég var búin að skrifa hérna neðar hvernig ég breytti buxunum. Þú getur séð það hérna: http://prjonablogg.blogspot.com/2010/04/skrimsla-rass.html
Ég fjölgaði lykkjunum ekkert, en gerði þær bara síðari og slepptu útaukningunni í rassinn.
Ég notaði smart garn í þær. á stærri strákinn notaði ég prjóna númer 4 og prjóna númer 3 fyrir son minnsem er 2 ára :)
Gangi þér vel og takk fyrir innlitið á síðuna mína :)
hæ systa!
Alltaf jafn dugleg að prjóna! gaman að skoða síðuna þína, þú ert svo klár:)
Tak fyrir það systa :)
Post a Comment