Strákunum mínum finnst alltaf æðislegt sport að fá að vera með jólasveina húfur í desember. Í fyrra fengu þeir að vera með einhverjar jólasveinahúfur sem ég keypti einhversstaðar hand aþeim. En gallinn var sá að þær voru bara úr einhverju gerfiefni sem er bara alls ekki nógu hlýtt fyrir þá.
Þannig að ég brá á það ráð að prjóna handa þeim jólaseveina húfur !!
Ég vildi nota eitthvað hlýtt og gott garn, en það mátti heldur ekki stinga. Þannig að ég notaði smart garn í þær, sem er superwash ullargarn og stingur ekki.
Hérna er svo útkoman :)
Uppskriftina fékk ég í bókinni prjónaperlur sem kom út í fyrra. En þar er húfan reyndar röndótt og ekki svona jólaleg ;)
Þeir voru heldur betur ánægðir með húfurnar sínar bræðurnir :)
8 comments:
Vå flottar hùfur!!! Og sætir frændur minir :)
Kossar og klem
Þetta er mjög flottar húfur og sniðug hugmynd hjá þér fríða mín nú verður snúllunum ekki kalt í jólastússinu :)
Þetta er flott mynd á jólakort.
þú ert svo dugleg systa!!! ekkert smá flottar húfur hjá þér, þeir hljóta að vera ánægðir með þær! :)
Þetta er fín síða hjá þér, Fríða mín. Þó að ég geti ekki nýtt mér uppskriftirnar þá finnst mér gaman að sjá hvað þú ert að sýsla. Svo eru læika skemmtilegar myndir af strákunum þínum og fleirum.
Gangi þér vel með síðuna þína.
kveðja,
pabbi
Já, mamma, þetta væri fín mynd á jólakort :)
Takk fyrir Hjördís Lind, þeir voru sko súper dúper ánægðir og skottuðust með þær á sér í dag.
Takk fyrir pabbi :) Það er gaman að þú kíkir hingað inn líka :)
Æðislegar húfur!!! Þarf að fá hjá þér uppskriftina :)
kv. Anna Eygló
Hey very interesting blog!
Here is my web-site: tao of badass
Post a Comment