Wednesday, February 2, 2011

Hvala húfur :)

Jæja, strákana vantaði húfur , þannig að ég ákvað að skella í húfur handa þeim :) Ég fékk uppskriftina af þessum sætu stroffhúfum í bókinni garn og gaman sem ég fékk í afmælisgjöf um daginn frá mömmu og pabba :) En munstrið af hvalamyndinni var í bókinni fleiri prjónaperlur sem ég fékk í afmælisgjöf frá manninum mínum og strákunum :) Strákarnir voru hæst ánægðir með hvalahúfurnar sínar, en sá eldri er einmitt í hvala hóp í leikskólanum og sá yngri segir að þetta sé hákarlahúfa ;)

Ég var ekki lengi að prjóna þær, en ég byrjaði á þeim á laugardaginn og kláraði þær á mánudagskvöld. Ég notaði superwash ullargarn sem ég keypti í rúmfatalagernum og prjóna númer 3,5. Svo saumaði ég myndina í með lykkjuspori.


Hérna eru svo húfurnar :)

Eldri strákurinn á leið í leikskólann með hvala húfuna sína:)


Yngri strákurinn á leið í leikskólann með "hákarla-húfuna" sína:)


Strákarnir voru svo ánægðir með nýju húfurnar að þeir settu þær á sig áður en þeir klæddu sig :) Ótrúlega sáttir í náttfötunum með fínu húfurnar sínar :)

9 comments:

Anonymous said...

Æðislegar húfur :o)

Getur þú kennt mér að gera svina lykkjuspor... er búin að reyna að fara eftir myndböndum á netinu en ekkert gengur... ?
Kv. Eva

Fríða :) said...

Ertu búin að sjá myndbandið sem er hér á síðunni minni ?

Anna Lisa said...

Mjög flottar hùfur hjà thèr. Kv Anna Lisa

Fríða :) said...

TAkk fyrir :)

Anonymous said...

Sætar húfur og góðar því þær falla þétt að :) Takk fyrir allar frábæru kennslumyndböndin og munstrin sem þú ert með hérna þú ert bara snillingur:)
p.s. gangi þér vel með litla krílið

Anonymous said...

Flottar húfur hjá þér og enn flottari strákar :O)
Kv. Björg, Sigþór og Sandra

Fríða :) said...

Takk fyrir :)Já, sniðið á húfunum er einmitt mjög gott. Og strákarnir mjög ánægðir með þær.
Það er gott að þú ert ánægð/ur með síðuna mína og getur notað eitthvað af því sem ég set hérna inn :)

Björg, Sigþór og Sandra, takk fyrir :)

Fjóla Signý said...

sætar húfur :)

Anonymous said...

Wonderful article! That is the kind of info that are meant to be shared across the internet.

Disgrace on the search engines for no longer positioning this post higher!
Come on over and seek advice from my site . Thanks =)

Stop by my page: tao of badass