Thursday, February 24, 2011

Ullarsokkar og prjónaverðlaun :)

Það er skemmtilegt frá því að segja að ég tók þátt í leik á facebook síðuunni Handverkskonur, sem er síða með hinu og þessu tengdu prjónaskap og fleira handverki. Ég sendi semsagt inn mynd af hendverki sem ég hef prjónað og sendi mynd af ungbarnasettinu sem ég kláraði um daginn. (Myndir af því hér neðar á síðunni). Ég endaði í öðru sæti og fékk þetta æðislega flotta silki-prjónaveski í verðlaun og með því fylgdu sætir pokar sem ég get notað utan um allskonar smádót tengt prjónaskap. Ég var mjög ánægð, en þetta kom í póstkassann hjá mér í dag :)


Hér er prjónaveskið lokað :)



Og hér er mynd af því opnu :)


En þegar ég prjónaði þetta ungbarnasett, þá lærði ég að prjóna svo ferlega sniðugann hæl, sem mér finnst mjög auðveldur. Ég hef aldrei prjónað ullarsokka vegna þess að ég hef ekki lagt í að gera hælinn. Ég ákvað að prufa að prjóna ullarsokka og eins hæl og er á hosunum. En þar sem ég var ekki með uppskrift af svoleiðis sokkum, þá skellti ég mér bara í að búa hana til :) Ég prjónaði regnbogavettlinga á yngri soninn í sumar og setti mynd af þeim og uppskrift hér neðar á bloggið. Þannig að ég ákvað að hafa sokkana í stíl við þá. Þegar ég var að prjóna sokkana á guttann, þá kom sá eldri til mín og spurði hvort ég ætlaði svo líka að prjóna svona sokka handa honum.... Og að sjálfsögðu gerði ég það líka :)

Ég notaði superwash ullargarn sem ég keypti í Europris og prjóna númer 3,5.

Og hér er svo útkoman.


Og hér er svo eldri strákurinn kominn í sína sokka :)


6 comments:

Anonymous said...

Mjög flottir sokkar og munstrið kemur skemmtilega út :)

Anonymous said...

Þetta var ég mamma.

Fríða :) said...

Takk fyrir mamma :)

Anonymous said...

Þú varst dugleg að vinna þessi prjónaverðlaun geri aðrir betur.
mamma

Fríða :) said...

Hehe, já, takk fyrir :) Ég var bara nokkuð ánægð með það að vinna verðlaun fyrir fyrsta ungbarnasettið og þar með fyrstu peysuna sem ég prjóna !!!

Anonymous said...

My spouse and I absolutely love your blog and find many of your post's to be just what I'm looking for.
Does one offer guest writers to write content for yourself?
I wouldn't mind creating a post or elaborating on a few of the subjects you write related to here. Again, awesome web site!

my blog :: the tao of badass