Uppskriftin kemur alveg úr kollinum á mér, ég semsagt skáldaði hana bara jafnóðum og ég prjónaði. Mér finnst það oft koma vel út, og þá verður stykkið líka yfirleitt alveg eins og maður vill sjálfur :)
En hér kemur svo mynd af settinu :)

Svo langar mér að segja ykkur frá því að bloggið mitt er tilnefnt til íslensku vefverðlaunanna 2011. Verðlaunaafhending fer svo fram föstudaginn 3.febrúar. Fyrir mér er þetta ótrúlega flott viðurkenning fyrir bloggið mitt og greinilegt að það sem ég er að gera hérna er að skila sér áfram :) Og hvernig sem fer, þá er ég ótrúlega ánægð með þann árangur að komast í úrslit. Það er stórt afrek út af fyrir sig :)
Takk kæru lesendur fyrir að lesa bloggið mitt. Ég held áfram með prjónana mína og bloggið með bros á vör, eins og vanalega :)
Hér er linkur á þær vefsíður sem eru tilnefndar í nokkrum flokkum.
Kveðja, Fríða