Thursday, January 26, 2012

Puff Daddy púði/sessa :)

Þessi finnst mér svooo flottur. Hann heitir Puff Daddy og uppskriftin er ókeypis og hana er að finna HÉR. Svo set ég uppskriftina líka hér til hægri eins og vanalega :)

Ég held að þessi sé frekar einfaldur og eflaust mjög skemmtilegt að prjóna hann :) Ég á eflaust eftir að prufa það þegar ég hef örlítið meiri tíma ;)

3 comments:

Íris said...

Ég er búin að prófa þennan og notaði í hann afgangslopa sem ég átti. Hann kemur bara bærilega út, frekar kósí. En næst myndi ég frekar nota margfalt bómullargarn þar sem lopinn verður dáldið úfinn á gólfinu.
Ég keypti síðan kodda í Góða Hirðinum á 50 krónur, þvoði hann og notaði síðan tróðið sem fyllingu í púðann :o)

Fríða :) said...

Ok, en gaman að heyra, ég er ekki enn búin að prufa að gera hann, en langar til þess :) Hafði hugsað mér að nota ullargarn í hann, en reyni kannski frekar að nota margfalt bómullargarn, en ætli það þurfi ekki mikið garn í hann þá ?

Anonymous said...

I have read so many content about the blogger
lovers however this post is really a nice post, keep
it up.

Feel free to visit my website tao of badass