Wednesday, August 22, 2012

Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar :)

Munið þið eftir þessu og þessu ? Nú er ég búin að prjóna úr þessu skemmtilega heimalitaða garni :) Ég prjónaði vettlinga a börnin mín þrjú. Strákarnir fengu "hermanna" vettlinga úr cool aid garninu sem ég litaði með cool aid og klaka og dóttirin fékk rauða og græna vettlinga sem sá elsti kallar "jarðaberja vettlinga"
Eins og það er gaman að lita garn sjálf, þá er ennþá skemmtilegra að prjóna úr því :) Það er svo gaman að sjá hvernig útkoman verður.

En hérna koma myndir af afrakstrinum :)

2 comments:

Anna Lisa said...

Mjög flottir. Thu ert dugleg!!! Klem AnnA Lisa

Fríða :) said...

Takk fyrir :)