Wednesday, December 5, 2012

Skín í rauðar skotthúfur...

Nú er orðið langt síðan ég bloggaði síðast, ég veit, en ég hef bara ekki haft neinn auka tíma til að prjóna :(
En nú var nauðsyn :) Elsta barninu mínu vantaði jólasveinahúfu fyrir föndurdag í skólanum og húfan sem ég prjónaði á hann fyrir 2 árum ( eða eru ekki annars komin 2 ár ) var orðin hálf gömul og sjúskuð og mér fannst ég ekki geta sent hann með hana ;)

En þar sem mér lá á að prjóna þessa og þurfti að klára hana fljótt, þá notaði ég tvöfalt merino blend garn úr rúmfatalagernum og prjóna númer 6. Fyrir vikið er húfan þykkari og mun hlýrri :)

Gaurinn varð að vonum ánægður með húfuna sína og nú er ég að klára húfu á miðjubarnið mitt og svo bíður heimasætan líka eftir hohoho húfu eins og hún sjálf segir :)

En hér er mynd af drengnum með húfuna sína, myndin er ekkert ofsalega góð, en ég set inn betri myndir þegar fleiri húfur detta af prjónunum :)


Og "litli" bróðir bíður spenntur eftir sinni húfu :)


En annars er ég á fullu að reyna að prjóna einhverjar jólagjafir, þannig að þó að ég nái að prjóna eitthvað smá núna, þá get ég ekki sett inn myndir af því fyrr en eftir jólin :)
En hver veit nema að ég fái smá aukatíma til að setjast niður með prjónana mína og prjóan eitthvað sem ég get svo skellt hérna inn fyrir jólin :)

Þangað til næst :)

Fríða

1 comment:

Anonymous said...

Flott og hlý húfa. Kv. mamma