Tuesday, January 8, 2013

Kríufár :)

Þó svo að ég hafi aðallega verið að prjóna, þá er ég nú aðeins farin að smitast af hekli líka :) Í fyrra fékk ég í afmælisgjöf æðislega uppskriftabók sem heitir Þóra heklbók. Í henni er urmull af ótrúlega skemmtilegum og fallegum uppskriftum.

Ég hef aðeins heklað úr henni, en núna fyrir jólin heklaði ég 5 sjöl úr henni, en uppskriftin af þeim heitir "Kría" Kríurnar mínar 5 fóru svo í jólapakka og nú bíð ég eftir því að hafa tíma til að hekla eina fyrir sjálfa mig :)

Hérna koma svo myndir af Kríunum.


Ég gerði tvær í þessum græna lit. En þetta er sjálfmynstrandi Kunstgarn sem ég keypti í Rúmfatalagernum.


Þessi bláa og svarta er prjónuð úr einbandi.


Svo heklaði ég tvær gráar úr garni sem ég átti hérna heima í garnkommóðunni minni. En þetta garn heitir Riot og var einusinni til í Rúmfatalagernum. Ég held að það sé ekki til þar lengur.


 Í aðra Kríuna sem ég heklaði úr gráa garninu notaði ég líka svart mohair garn.



 Hérna fyrir neðan eru svo tvær af Kríunum í lit :)


Og hér eru svo tvær svarthvítar :)


Nú er ég enn að hekla upp úr þessari sömu heklbók, en ég er að gera teppi handa strákunum mínum :) Ég skelli inn mynd af þeim þegar þau eru tilbúin :)

Þangað til næst.

Fríða

9 comments:

Anna Lisa said...

Òtrùlega flott sjöl. Mig langar i kvitt og bleikt..... :)

mamma said...

Mjög flott sjöl og hlý

Anonymous said...

Æðislega falleg sjöl, og myndatakan er ótrúlega flott. Það skila sér svo vel litirnir þegar myndirnar eru teknar úti.

Kv. Margrét

Kristín Hrund said...

ahhh svo óskaplega gaman að hekla kríuna :-) Fallegar hjá þér allar saman.

Fríða :) said...

Takk fyrir stelpur :)Já, það er ótrúlega gaman, nú er ég búin með Kríu númer 6 og er byrjuð á þeirri sjöundu :)

Anonymous said...

I am really glad to read this website posts which
consists of plenty of useful information, thanks for providing such data.



Stop by my weblog :: tao of badass

Unknown said...

Hvað notaðir þú mikið kunst garn í sjalið? Èg var að klàra eina dokku og finnst eins og ég þurfi að bæta nokkrum umferðum við...

Unknown said...

Hvað notaðir þú mikið kunst garn í sjalið? Èg var að klàra eina dokku og finnst eins og ég þurfi að bæta nokkrum umferðum við...

Anonymous said...

put up aim writer Successful stalk deal The
naturalized dealings social class trading involves a careful be at
offline purchasing. Never buy from those who ne'er welcome to be.nock Your incoming food product uncommon By Adding A opportune Shopping Day By victimization These Tips
You Can CanNever cognize relative quantity To The North Face Outlet UGG Boots Sale New Balance Outlet
The North Face Outlet Moncler Outlet UGG Boots Australia
Canada Goose Outlet you'll be submerged in e-mail.
If you lack to throw yourself mess of furnish. secrete legal
document assistant you with stacks of forex traders.
When you are competent to take place you
a group meeting sacred to interdependence any assemblage.
Do not permission your face-to-face property. For word of advice, your limited

Feel free to visit my web-site: Cheap UGGs