Ég gerði líka þrjú svona eyrnabönd í jólagjafir í sitthvorum litnum. Blómin eru fest með tölu svo að þeim er hægt að breyta á nokkra vegu. Svo prjónaði ég líka lítið band með tveimur hnappagötum sem hægt er að setja utanum eyrnabandið til að láta það rykkjast. Ég veit ekki hvort það sjáist nógu vel þegar myndin er svona lítil, en hægt er að ýta á myndina og gera hana stærri, þá sést það betur.
Þessi mynd er semsagt sett saman með öllum útgáfum af einu og sama bandinu.
Ég gerði þrjá liti af bandinu. Svart og grátt.
Brúnt og mosagrænt
Grátt og bleikt.
Uppskriftin er bara í hausnum á mér, og garnið sem ég notaði var superwash ullargarn.
2 comments:
Ég er mjög ánægð með mitt eyrnaband :) takk fyrir!
Rosalega flott!!!
Post a Comment