Tuesday, December 28, 2010

Síðasta jólagjöfin :)

Jæja, nú kemur mynd af síðustu jólagjöfinni sem ég prjónaði. Ég tók þátt í svokölluðu leyniprjóni á barnalandi fyrr á þessu ári, en það gekk út á það að það var ein þar sem setti inn einn hluta úr uppskrift á dag. Svo prjónaði ég án þess að vita hvað ég væri að búa til. Fyrir rest var ég með þessa sætu tehettu í höndunum. Ég ég ákvað strax að gefa Fjólu mágkonu hana í jólagjöf, þannig að ég keypti teketil, 4 bolla og skál undir tepokann.

Tehettan er prjónuð úr superwash ullargarni, þannig að hún heldur te-inu vel heitu.


Undir tehettunni er svo lítill vasi þar sem hægt er að geyma einn tepoka :)



Uppskriftina af tehettunni er reyndar að finna hérna á síðunni minni undir "prjónauppskriftir"

3 comments:

mamma said...

Mjög flott tehetta og gerir gagn :)

Fjóla said...

ótrúlega flott! er rosa rosa ánægð.:)

Anonymous said...

Thank you for every other informative blog. Where else may just
I am getting that type of information written in such an ideal method?
I've a venture that I'm just now working on, and I have been on the glance out for such info.


Stop by my site; tao of badass