Monday, January 24, 2011

Ungbarnasett

Jæja, nú er ég loksins búin að klára heimferðarsettið fyrir litla krílið mitt sem er væntanlegt í heiminn í lok febrúar :) Ég byrjaði á þessu 1. nóvember og hélt að ég myndi ALDREI klára það ;) En það tókst, og ég náði að klára það í tíma. Og meira að segja prjónaði ég á sama tíma 2 jólasveinahúfur á strákana mína, 2 fyrirburahúfur fyrir vökudeildina og 5 jólagjafir !!! Ég hef aldrei prjónað peysu áður, þannig að ég er bara nokkuð ánægð með mig. Uppskriftina af peysunni fékk ég í blaði númer 218 frá Dale baby. Húfan er svona nokkurnvegin prjónuð eftir mínu höfði, en ég studdist samt við húfu-uppskrift úr sama blaði. (T.d. til að fá réttan lykkjufjölda). Hosurnar eru úr öðru blaði frá Dale baby. En vettlingana skáldaði ég alveg. (reyndar mjög einfaldir) Kannski ég skelli inn uppskriftinni af þeim við tækifæri ;)

Þetta er allt prjónað úr Dale baby ull og á prjóna nr 2 og nr 2 og 1/2.

Ég skelli inn myndum af settinu, en þið sjáið betur munstrið með því að smella á myndirnar.


Hér fyrir ofan er settið með bláum tölum og bláum böndum í hosum og vettlingum...


Og hér er svo settið með öllu bleiku ;)


Þar sem ég veit ekki kynið, þá þarf ég bara að sauma tölurnar í á fæðingardeildinni og setja rétt bönd hosurnar og vettlingana :) (Nema að maður plati kannski mömmu til að gera það)

7 comments:

mamma said...

Þetta er mjög flott hjá þér og spennandi að vita hvor liturinn verður notaður :)

Anna Lisa said...

Thetta er rosalega sætt hjà thèr :) Dugleg ertu :)
Kvedja frà stòru systu i Noregi

Anonymous said...

Dugleg! Flott hjá þér!

Fríða :) said...

Takk fyirr :) Já, mamma, það er spennandi að sjá hvorn litinn ég nota svo :) En það kemur nú fljótlega í ljós, tíminn líður svo hratt ;)

Fjóla said...

Dugleg! þetta er rosa flott :)

Fríða :) said...

Takk fyrir :)

Kolyola said...

Sæl þetta er rosalega sætt.... Áttu uppskrift að þessu ? Ef svo gætirðu sent á mig á kolbrunyr03@hotmail.com? Er að byrja í þessu prjóneríi :)