Tuesday, May 22, 2012

kisu bæli :)

Ég var að enda við að taka þetta kisubæli sem ég var að prjóna og þæfa úr þvottavélinni. Búin að bíða spennt eftir útkomuni í klukkutíma, en ég þæfði það á 60°c í vélinni og setti bara eitt handklæði með. Ég prjónaði það úr tvöföldum plötulopa, aðallega afgöngum frá mér og mömmu og notaði prjóna númer 7. Ég byrjaði á bælinu í í fyrradag og kláraði það í dag. Þetta er mjög einfalt, en uppskriftin af því er í bókinni "Garn og gaman".

Ég verð nú að segja að mér fannst það alveg hræðilega LJÓTT áður en ég þæfði það og allan tíman sem ég sat og prjónaði það hugsaði ég stöðugt um hvaða ljóta ferlíki ég væri eiginlega að prjóna !!!

En eftir þæfingu var ég bara þokkalega sátt við útkomuna :) Svo kemur í ljós hvort kisin sem þetta er ætlað fyrir vilji svo nota það ;)

En hér koma svo myndir, bæði fyrir þæfingu og eftir.







4 comments:

Anonymous said...

Geggjað :)
kv. Eva

Fríða :) said...

Takk fyrir :)

Unknown said...

Langar svo í þessa uppskrift. Ekki gæturðu sent mér hana ef þú átt hana ennþá?
Kv. Freyja.

Fríða :) said...

Uppskriftin er höfundarvarin, en hún er í bókinni Garn og gaman.