Saturday, August 25, 2012

Pakki frá noregi :)


Ég á systir í noregi sem er mikil handavinnu kona. Hún heklar og prjónar eins og enginn sé morgundagurinn :) Hún framleiðir húfur, sokka, og fleiri fallegar vörur í tonnatali og hver hluturinn öðrum fallegri :) HÉR er bloggið hennar :) Og HÉR getið þið séð afraksturinn af allri fallegu handavinnunni hennar :) En í gærkvöldi fékk ég frá henni pakka !!! Í pakkanum var heill hellingur af prjónadóti og fullt af yndislega fallegu garni !!!! Meðal þess sem var í pakkanum fína var Stór prjónataska sem ég ætla að nota fyrir prjónastykkin sem ég er með í vinnslu, svo voru skæri, 3 sett af bambus sokkaprjónum, 27 heklunálar í ÖLLUM stærðum, bókamerki sem ég ætla að nota í prjónabækurnar mínar, ein ótrúlega falleg heklubók og æðisleg uppskriftabók bæði með uppskriftum af hekluðum og prjónuðum dúkkufötum !!! Og síðast en ekki síst var uppáhalds súkkulaðið mitt, en það vill svo vel til að það heitir HOBBY :) Hér er mynd af herlegheitunum.

Svo sendi hún líka fullt af fötum bæði á mig og börnin :) Strákarnir fengu æðislega flísgalla hvorki meira né minna en tvö sett á hvorn, sem eiga eftir að nýtast vel í kuldanum í vetur, og litla prinsessan á bænum fékk flíshúfur og heilann helling af fötum. Og hún var sko glöð þegar hún vaknaði í morgun að fá fullt af nýjum fötum til að máta, en hún ELSKAR að máta föt og klæða sig upp, þó svo að hún sé ekki nema 18 mánaða :) Svo fékk ég líka þrenna síðerma boli :)

Takk fyrir mig, kæra systa :)

9 comments:

Anna Lisa said...

Gott ad thetta kom loksins :) Gaman ad ther likadi thetta smàrædi systa min.
Kv frà noregi

Fríða :) said...

Já, þetta var ÆÐI !!! Takk, takk fyrir okkur :)

Anonymous said...

Þetta er flott þú átt góða systir :)MAMMA

Fríða :) said...

Já, það er ekki hægt að segja annað en að ég eigi góða systir :) Ég var ótrúlega ánægð :)

Elín said...

Þetta er ekkert smá geggjaður pakki. Heppin að eiga svona hjafmilda systur c",)

Anonymous said...

Sæl, ég er stödd í Færeyjum, og fór að leita að uppskrift að peysunni sem mig langaði svo í , nema hvað, ég sá bloggið þitt um að þú hefðir prjónað samskonar peysu ! Mig langar svo hrikalega í svona Færeyska peysu :) Búin að kaupa mér rándýrt garna hjérna hjá Sirri en vantar uppskriftina - ekki gætir þú birt uppskriftina að færeysku peysunni eða jafnvel bara mynstrið ? netfangið mitt er sesseljab@hotmail.com ef þú hugsanlega gætir sent hana. Bestu kv. Sesselja

Fríða :) said...

Komdu sæl Sesselja,

Ég veit ekki alveg hvaða peysu þú ert að tala um, því að ég man ekki eftir að hafa prjónað færeyska peysu. En svo er hægt að finna fullt af fríum uppskriftum á netinu, en svo eru aðrar sem eru ekki fríar, og þeim má ekki deila á opnum vef.

Runa Vala said...

Hvernig finnst þér að hekla með þessum nálum?

Fríða :) said...

Mér finnst mjög fínt að hekla með þeim :)