Wednesday, January 2, 2013

Kósý teppi.

Gleðilegt ár kæru vinir. Takk fyrir allar heimsóknirnar á árinu sem er að líða. Þær hafa verið margar og nú nálgast heimsóknir á síðuna 200.000. Takk fyrir það :) Ég er alltaf að komast betur og betur að því hversu margir skoða síðuna mína, því að ég lendi nú orðið svo oft í því þegar síðan kemur til tals að fólk segi, "Já, ert ÞÚ með þá síðu" :) Það er alltaf gaman að sjá að fólk hefur bæði gagn og gaman að ;)

Ég er ein af þeim sem strengi yfirleitt ekki áramótaheit, en í ár ætla ég að gera það... En mitt áramótaheit er að vera duglegri að pósta hérna inn :)

Ég var að vafra á netinu þegar ég fann þessa æðiselgu upskrift af þessu ótrúlega notalega teppi. Ég get ýmindað mér að það sé kósý að sitja í sófanum með þeta flotta teppi og heitt kakó :) En uppskriftina fann ég á síðu sem heitir pickles.

Hér er linkur á uppskriftina

Og hér er linkur á það hvernig þetta prjónaspor er prjónað.



Aldrei að vita nema ég skelli í eitt svona teppi í vetur.


4 comments:

Kristín Hrund said...

pickles er uppáhalds! :-)

Fríða :) said...

Já, pickles er ÆÐI :)

íris b. said...

Takk fyrir að vera dugleg að deila uppskriftum á þessu flotta bloggi :)

ég er núna að prjóna eitt svona í barnateppis stærð í skærbleikuglimmeri

Fríða :) said...

Takk fyrir innlitið á síðuna :) Það er svo gaman þegar lesendur skilja eftir sig smá spor :) Takk fyrir kvittið :)