Thursday, June 10, 2010

3 mánuðir.......

Eftir 2 daga eru liðnir 3 mánuðir síðan ég stofnaði þessa bloggsíðu. Mér datt í hug að hún gæti kannski verið einhverjum til gagns og gamans. Ég vona að hún hafi verið það. En mig langar til að þakka ykkur sem hafið verið að kíkja hingað inn fyrir innlitið og einnig fyrir kommentin :) Það er svooooo gaman að sjá þegar þið eruð að skoða síðuna mína og skiljið eftir smá komment eða kveðju hérna :)

En svona til gamans, þá langar mig til að segja ykkur það að á þessum 3 mánuðum er ég búin að fá hvorki meira né minna en 3600 heimsóknir á síðuna !!! Það er meira en 1000 heimsóknir á mánuði !!!

Takk, Takk fyrir þið sem kíkið á mig. É gætla að reyna að halda áfram að vera dugleg að uppfæra hérna. Setja inn fríar uppskriftir sem ég finn, myndir af því sem ég er að prjóna, sniðuga linka og kennsluvideo.

ef það er eitthvað sem þið sjáið að hægt er að bæta inn á síðuna mína, endilega látið mig vita :) Það er alltaf gaman að fá hugmyndir :)

Prjónakveðjur, Fríða prjónakella

4 comments:

Anna Björg said...

Ég er búin að hafa heilmikið gagn af síðunni þinni, takk fyrir það. Ég var með bloggsíðu lengi vel en á endanum pirraði það mig að það voru mjög margir sem skoðuðu hana en mjööög fáir sem skildu eftir athugasemdir, núna set ég bara handavinnuna mína inn á facebook. Ef þú vilt skoða gömlu síðuna mína þá er þetta slóðin: annabjorg.de

Prjónakellan :) said...

Takk fyrir :) Má ég kennksi setja inn linkinn á hana hérna til hliðar ??

Mjög flott síðan þín, gaman að skoða hana :)

Anna Björg said...

Ég held að það geri ekkert gagn að setja inn linkinn þar sem ég er hætt með síðuna og henni verður örugglega lokað innan skamms, en takk fyrir hrósið. Ef þú hefur áhuga þá er komið þó nokkuð af myndum inn á facebook. Ég heiti Anna Björg Jónsdóttir.

Anonymous said...

Wonderful post however I was wanting to know if you could write a litte more on this subject?
I'd be very thankful if you could elqborate a little bit more.
Thanks!

my webpage - fun88 link