Sunday, December 19, 2010

Prjónað fyrir vökudeild.

Ég var að klára að prjóna tvær húfur fyrir þetta frábæra framtak hjá Hafdísi Pricillu Magnúsdóttur, en hún era ð safna prjónuðum fyrirburahúfum fyrir vökudeild barnaspítala hringsins. Hún eignaðist sjálf fyrirbura á síðasta ári, held ég, og hana langar að gera góðverk fyrir vökudeildina. Þegar þetta er skrifað er hún búin að safna yfir 400 húfum sem hún ætlar að afhenda á aðfangadag.

Mér finnst þetta svo æðislegt framtak og ég vildi endilega vera með. En þar sem ég hef nú ekki mikinn lausann tíma, þá náði ég bara að prjóna þessar tvær húfur. En þær eiga vonandi eftir að koma að einhverju gagni.




Stærri húfan.

Minni húfan.


Báðar húfurnar.


Uppskriftin sem ég notaði er hér til hliðar undir "prjónauppskriftir". Þar eru tvær uppskriftir, en ég studdist við uppskrift sem heitir fyryrbura húfa stærð 32-36 vikur. Ég hafði reyndar stroff neðst á þeim í staðin fyrir nokkrar umferðir af garðaprjón. Í stærri húfuna notaði ég prjóna númer 3 og í þá minni notaði ég prjóna númer 2. Svo notaði ég bómullar garn sem ég átti hérna heima :)


5 comments:

Anonymous said...

Sæl Fríða. Takk fyrir húfurnar og takk kærlega fyrir framlagið :) Gleðileg jól. Kveðja Hafdís Priscilla

Fríða :) said...

Sæl Hafdís Pricilla.

Það var nú ekkert að þakka. Mér finnst bara gott að geta verið með :)

Gleðileg jól.

mamma said...

Fínar húfur.

Rósa said...

Svo sniðugt hjá þér að prjóna svona húfur. Ég eignaðist sjálf fyrirbura nú í vor og var í vandræðum með húfu sem passaði :)

Anonymous said...

Wow, that's what I was seeking for, what a information! existing here at this website, thanks admin of this site.

Visit my webpage ... tao of badass