Jæja, strákana vantaði lambhúshettur fyrir leikskólann í vetur. Ég fann þessa æðislegu uppskrift í bókinni fleiri prjónaperlur og ákvað að prufa að prjóna svoleiðis. Reyndar var uppskriftin bara gefin upp fyrir eina stærð og úr kambgarni, þannig að ég notaði annað garn, smart úr rúmfó, prjóna númer 4 og notaði sama lykkjufjölda, en svo gerði ég þær bara lengri en sagt er í uppskriftinni. Það kom bara þokkalega vel út og hetturnar passa svona líka ferlega vel á strákana :)
Sniðið finnst mér svo gott, vegna þess að húfurnar liggja svo vel að andlitinu og eru ekki að fara ofan í augu og af eyrunum.
En allavega, hér koma svo myndir af lambhúshettunum.

Steinar Örn ( 3 ára ) með sína lambhúshettu :)
Bjarki Þór ( 5 ára ) með sína lambhúshettu :)

Og svo kemur ein mynd af lambhúshettunum.