Wednesday, August 17, 2011

Hvalapeysur

Ég prjónaði þessar tvær peysur á strákana mína sem eru 3 og 5 ára. Sá eldri var að skoða prjónabækurnar mínar þegar hann sá þessa peysu og bað mig um að prjóna hana :) Sá yngri vill alltaf vera eins og stóri bróðir, þannig að auðvitað gerði ég á þá báða. Þær verða fínar í leikskólann í vetur :)


Hér er svo ein mynd af munstrinu :)


Ég notaði léttlopa og prjóna Nr. 4 og uppskriftin er úr bókinni "Fleiri prjónaperlur".

Ég set svo kannski seinna inn mynd af strákunum í nýju peysunum sínum :)

No comments: