Wednesday, August 24, 2011

Lambhúshettur á leikskólann :)

Jæja, strákana vantaði lambhúshettur fyrir leikskólann í vetur. Ég fann þessa æðislegu uppskrift í bókinni fleiri prjónaperlur og ákvað að prufa að prjóna svoleiðis. Reyndar var uppskriftin bara gefin upp fyrir eina stærð og úr kambgarni, þannig að ég notaði annað garn, smart úr rúmfó, prjóna númer 4 og notaði sama lykkjufjölda, en svo gerði ég þær bara lengri en sagt er í uppskriftinni. Það kom bara þokkalega vel út og hetturnar passa svona líka ferlega vel á strákana :)

Sniðið finnst mér svo gott, vegna þess að húfurnar liggja svo vel að andlitinu og eru ekki að fara ofan í augu og af eyrunum.

En allavega, hér koma svo myndir af lambhúshettunum.

Steinar Örn ( 3 ára ) með sína lambhúshettu :)
Bjarki Þór ( 5 ára ) með sína lambhúshettu :)Og svo kemur ein mynd af lambhúshettunum.

8 comments:

mamma said...

Þessum bræðrum verður ekki kalt í vetur, lambhúshettur ig lopapeysur :)

Fríða :) said...

Hehe, nei, örugglega ekki og núna á ég bara eftir að prjóna á þá vettlinga og ullarsokka :)

Marín said...

Vá en flottar hjá þér. Ég slysaðist hingað inn í gegnum Systraseið og sé að þú ert að prjóna lambúshetturnar mínar, ekkert smá flottar og gaman að sjá að þú stækkaðir þær :)

bestu kveðjur
Marín

Anonymous said...

Þetta er rosalega flott síða hjá þér, sniðugt að hafa svona síðu.
Ég er búin að fletta niður hana alla og finnst allt prjónadótið þitt rosalega fallegt.
Ég á sko pottþétt eftir að kíkja oftar hérna inn.

Fríða :) said...

Takk fyrir hrósið og komentin, stelpur :)Það er svo gaman að fá skilaboð og sjá hverjir kíkja hérna inn :)

Marín, gaman að þú skyldir einmitt detta hér inn akkúrat þegar ég setti inn lambhúshetturnar :) Mér finnst þær einmitt svo góðar í sniðinu og skemmtilegt að prjóna þær :)

Min hjerteblogg said...

Flottar hùfur à flottum stràkum :)
Kv frà Volda

Fríða :) said...

Takk fyrir :)

Anonymous said...

That is very attention-grabbing, You're an overly professional blogger. I have joined your feed and look forward to looking for extra of your fantastic post. Additionally, I've
shared your site in my social networks

Feel free to visit my website :: tao of badass