Friday, May 25, 2012

Lopapeysan Lappi

Jæja, nú er ég loksins búin að setja rennilás í lopapeysuna sem ég kláraði síðustu helgi :) Prinsessuna á heimilinu vantaði lopapeysu fyrir sumarið og mér fannst eiginlega ekki koma annað til greina en að prjóna peysu með dýra-munstri, þar sem bræður hennar eiga hvala-lopapeysur. Uppskriftin er bæði í blaðinu LOPI 25 og í bókinni "Prjónað úr íslenskri ull".  Í peysuna nota ég léttlopa og prjóna númer 4,5.

Nú neitar hún að fara úr peysunni sinni og stundum tekur hún peysuna í fangið og klappar henni voða varlega :)


8 comments:

Hjördís Lind said...

nosímosí <3 mesta dúllan í sætustu peysunni :)

Erla Eyþórsd. said...

Æðisleg, Daníel átti svona græna sem amma hans prjónaði, ofsa falleg.

Fríða :) said...

Takk fyrir :) Hún er allavega MJÖG ánægð með peysuna sína :)

Íris said...

Glæsileg peysa !

Kristín Hrund said...

þessi er nú orðin aljgör klassík! Alltaf jafn sæt.

Anna Lisa said...

Falleg peysan jà :)

Fríða :) said...

Takk fyrir :)Já, Kristín þessi er eiginlega orðin klassík, alltaf flott, bæði í rauðum og grænum lit :)

Thuri said...

Dúllan sæt í peysunni sinni