Thursday, November 17, 2011

Heimalitað garn :)

Í gær var ég að prufa nýja aðferð til að lita garn með Cool Aid. Ég tók myndir af ferlinu og hérna koma þær :)


Ég byrjaði á því að blanda 3 liti af kool aid.


Setti í klakabox og frysti. Garnið sem ég notaði var Merino Blend Chunky sem ég keypti í rúmfatalagernum.


Ég losaði dokkurnar og vatt þær svona upp. Ég vafði bara garninu utan um stólbak og batt það svo saman á tveim stöðum, svo að það færi ekki í flækju í ferlinu :)


Svo setti ég garnið í eldfast mót og raðaði klökunum ofan á það.


Setti álpappír yfir og inn í ofn. 150 c°hita og blástur.



Þegar ég kíkti 20 mínútum seinna, þá voru klakarnir bráðnaðir og vatnið algjörlega gufað upp og garnið varla búið að litast. Þannig að ég setti fleiri klaka á og hellti c.a. 3 glösum af vatni yfir garnið. Þannig að það var vel blautt í gegn.


Eftir c.a. 20-30 mínútur í viðbót var garnið orðið litað og vatnið orðið alveg glært. Þá tók ég eldfasta mótið og setti í sturtubotninn hjá mér og skolaði úr garninu fyrst með köldu vatni.


Og svo skolaði ég með heitu vatni.



Svo lét ég garnið þorna á ofninum.



Og endaði á að vefja garninu upp í hnykla.

Ég var bara sátt við útkomuna og ætla að prjóna vettlinga á strákana mína úr þessu. ( því að strákar eiga víst eldrei OF mörg pör af vettlingum). Ég er að hugsa um að nota líka endurskins band í vettlingana svo að þeir sjáist vel í myrkrinu í vetur :)

Endilega prufið að lita garn, það er MJÖG auðvelt og alveg ótrulega gaman. Og skemmtilegast er auðvitað að prjóna úr því og sjá hvernig liturinn og munstrið kemur út :)

Ég set svo inn mynd af vettlingunum þegar ég er búin með þá :)

Góða skemmtun :)

8 comments:

Anna Lisa said...

Flott!!! Snidugt hjà thèr :)

Anonymous said...

Svalt!

Marín said...

vá en flott! Og góð hugmynd!
verð að prófa þetta einhvertíman

Elín said...

Klikkað svalt! Takk kærlega fyrir að setja inn leiðbeiningar. Ætla pottþétt að prufa!

Fríða :) said...

Takk fyrir :) Þetta er svo gaman, en ef þið ætlið að prufa, þá er um að gera að bleyta garnið vel áður en þið setjið klakana á... þá tekur það betur við litnum :)

Jenna said...

Þetta er algjör snilld er búin að vera að gera tilraunir með litun en þetta hafði mér ekki dottið í hug :)

Sigríður said...

Hvað áttu við með endurskinsbandi ?

Fríða :) said...

Endurskinsband er band sem maður getur prjónað með venjulegu garni, t.d. til að gera endurskinsrönd í húfur eða vettlinga. Mjög sniðugt :)