Thursday, March 25, 2010

Barnahúfa

Ég prjónaði þessa sætu húfu um daginn. Húfuna er auðvelt að prjóna og sniðið á henni er alveg frábært og húfan liggur vel að andliti barnsins en fer samt ekki ofan í augu.

Uppskriftina fékk ég í bókinni Prjónaperlur. Eins og komið hefur fram hér a síðunni, þá er ég nýbúin að taka upp prjónana aftur eftir að hafa varla snert prjóna síðan í grunnskóla. En í þessari frábæru bók eru margar flottar og auðveldar uppskriftir, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Ég mæli því eindregið með bókinni fyrir alla prjónara :)


Hér er svo yngri sonur minn með húfuna :)

Ný prjónauppskrift komin inn !!!

Var að setja inn prjónauppskrift af þessum æðislegu ungbarnaskóm. Uppskriftin er hér til hægri undir "prjónauppskriftir".

Vonandi getur einhver nýtt sér þessa uppskrift :)Wednesday, March 17, 2010

Prjónauppskrift af te-hettu

Ég var að setja inn uppskrift af þessari sætu te-hettu, en hún er tekin af síðunni www.knitty.com. Uppskriftin er hér til hliðar undir "prjónauppskriftir".

Það er mjög sniðugt að nota garn-afganga í te-hettuna. Hún er nefnilega mjög flott í mörgum litum :)

Tuesday, March 16, 2010

Nokkrir linkar....

Jæja, ég er að vinna í að setja inn linka á hinar ýmsu prjónasíður. Ef þið vitið um einhverjar sniðugar síður, þá megið þið endilega láta mig vita :)

Friday, March 12, 2010

Nýtt prjónablogg !!!

Inn á þessa bloggsíðu ætla ég að setja inn allt sem viðkemur prjónaskap. T.d. allskonar prjónakennslu, linka á prjóna-uppskriftir, myndir af hinum ýmsu prjónaverkum og margt margt fleira. Endilega látið mig vita ef þið rekist á eitthvað sem ykkur finnst að eigi að vera á þessari síðu.

Ég vona að þið eigið eftir að hafa bæði gagn og gaman af að lesa síðuna mína :)