Monday, April 26, 2010

Skrímsla-rass

Ég var að enda við að klára að prjóna þessar sætu skrímsla-rass buxur á eldri strákinn minn sem er tæplega 4 ára.

Ég setti link á uppskriftina hérna til hliðar undir "prjónauppskriftir"

Ég breytti reyndar uppskriftinni aðeins. En ég prónaði 10 umferðir í stroff (2 sléttar og 2 brugðnar) svo gerði ég eina gata umferð og svo aftur 10 umferðir í stroff. Svo sleppti ég útaukningunni í rassinn ( því að ég hef heyrt að buxurnar poki á rassinum ef barnið sem á að nota buxurnar er hætt með bleyju) Semsagt prjónaði bara slétt þar til stykkið mældist c.a. 15 cm með stroffi. (Ágætt að mæla það samt við barnið sem á að fá buxurnar). Svo setti ég bara rauðann lit þar sem ég vildi hafa munninn. Og þá bætti ég inn lykkjum fyrir skrefbót. Svo mældi ég bara hvað ég þurfti að hafa skálmarnar langar.

Strákurinn var sko heldur betur ánægður með skrímsla-buxurnar sínar. En hann var búinn að segja við mig að hann vildi hafa tungu á þeim og tennur :)

Ný uppskrift

Var að setja inn uppskrift af ferlega sætum ungbarnahosum.
Uppskriftin er á dönsku, en hún er líka mjög einföld. Uppskriftin er hér til hliðar undir "prjónauppskriftir"

Góða skemmtun :)