Monday, July 26, 2010

17 kílómetra langur trefill !!!!

Ég rakst á frétt á www.dv.is um þessa konu sem er að prjóna trefil sem á að verða 17 kílómetra langur !!!! Mér finnst þetta ótrúlega sniðugt og gaman að fylgjast með henni í gegnum heimasíðuna hennar sem er www.frida.is. Hún heitir Fríða Björk, en ég vil samt bara að það sé á hreinu að það er EKKI ég sem er að prjóna þennan flotta trefil. Ég held að ég mundi ekki hafa þolinmæði í slíkt ;) En ef þið viljið, þá er öllum velkomið að taka þátt í þessu með henni og prjóna trefil sem hún bætir svo við sinn.... Kannski ég geri það einhverntíman.....


Hér er svo mynd af henni með trefilinn flotta. En myndina fékk ég lánaða á síðunni hennar.

Endilega kíkið á www.frida.is og fylgist með þessu flotta verkefni hjá henni :)