Tuesday, April 19, 2011

Vettlingar

Yngri strákinn minn vantaði vettlinga svo að ég skellti í par fyrir hann. En það er nú samt bara þannig að þegar ég prjóna á annan strákinn, þá verð ég líka að prjóna á hinn ;) Þannig að ég gerði tvenn pör af vettlingum í sama lit, en ekki alveg eins samt.

Ég notaði merino blend superwash ullargarn og einband saman og prjóna númer 3,5. Og eins og alltaf þegar ég prjóna vettlinga, þá notaði ég enga uppskrift.Ef ykkur vantar uppskrift af vettlingum, þá er ein uppskrift hér neðar á síðunni. Svo er bara hægt að fjölga lykkjum og hafa þá lengri ef ykkur vantar stærri vettlinga :)

Tuesday, April 12, 2011

Jarðaberja sett

Litlu dóttir minni vantaði vettlinga, svo að ég ákvað að skella í eina vettlinga fyrir hana. Ég notaði afgang af superwash ullargarni sem ég átti í garn-kassanum mínum. Ég notaði prjóna Nr, 2,5 og uppskriftin er bara í höfðinu á mér. Og útkoman var þessi ;)

Svo fannst mér vettlingarnir svo krúttlegir að mér fannst eiginlega verða að vera húfa við þá líka, þannig að ég skellti mér í að prjóna eitt stykki jarðaberja húfu :) Ég notaði sama garn og sömu prjónastærð og uppskriftin af húfunni er líka alfarið í kollinum á mér :)
Svo er hér mynd af settinu saman :)Og svo að lokum litla bjútíbollan í vettlingunum og með húfuna :)

Ég var ekki lengi með þetta sett, ætli ég hafi ekki verið c.a. 3 kvöld að prjóna það :)

Monday, April 11, 2011

Hjálmhúfa

Ég prjónaði þessa húfu um daginn á dótturina :) Húfan er prjónuð úr æðislega mjúku ullargarni sem var keypt í Hagkaup. Þetta er mjög einföld uppskrift, en húfan er prjónuð í hring og þar af leiðandi þarf ekkert að sauma saman :) Ég var einn dag að prjóna hana :)


Uppskriftina fékk ég í bókinni Garn og Gaman.


Mér fannst litirnir svo mjúkir og æðislegir :)