Friday, March 28, 2014

Heklað kósý teppi í sófann :)

Ég var búin að eiga nokkrar dokkur af  þessu yndislega mjúka ullargarni sem var keypt í Hagkaup fyrir nokkrum árum. Ég vissi aldrei alveg hvað ég ætti að gera úr því, fyrr en núna um daginn þegar mér datt allt í einu í hug að hekla teppi til að hafa í sófanum mínum í stofunni :)

Þegar ég var um það bil hálfnuð með tepppið, þá sá ðeg að ég ætti ekki nærrin því nógu mikið garn til að klára teppið. Mamma átti nú samt nokkrar dokkur fyrir mig, en þegar það dugði ekki, prufaði ég að auglýsa eftir svona garni á facebook grúppu, því að garnið er löngu hætt að vera til á Íslandi. Viti menn, það voru tvær konur sem áttu garn handa mér!!! önnur þeirra gaf mér nokkrar dokkur og hin seldi mér nokkrar, á góðu verði :)

Ég náði semsagt að klára teppið mitt, og hér er það :)

Uppskriftin er svosem engin, bara upp úr mér, en ég lék mér bara með tvöföldum stuðlum og loftlykkum. Stærðin er c.a. 120cm * 210cm. Teppið er ansi litríkt, en ég held að það sómi sér bar vel í "svart-hvítu" stofunni minni ;)









Monday, January 27, 2014

Sparíhúfa á litla prinsessu :)

Dóttir mín fékk þessa yndislega fallegu ullarkápu fyrir jólin, kápan var keypt í USA, og er dásamlega mjúk og falleg :) Mér fannst hún eiginlega verða að fá húfu í stíl, en þar sem ég hugsaði allt of seint út í það, þá náði ég ekki að fara í búðarráp til að leita af húfu. En að sjálfsögðu fann ég garn í nánast réttum litum og prjónaði húfu á núll-einni ;)

Garnið sem ég notaði er Superwash sport garn, sem er 100% hrein ull. Svo heklaði ég blóm í þessum fallega kóngabláa lit :)
Prjónar og heklunál númer 3,5
Og uppskriftin er frá mér ;)

Hér er svo mynd af snúllunni minni, í kápunni með húfuna fínu :)


Sunday, November 17, 2013

Facebook ;)

Ég vildi bara minna ykkur á facebook síðuna mína ;)

En HÉR er linkurinn :)

Kv. Fríða

Prjónaður kjóll :)

Þessi kjóll finnst mér algjört æði!!! Ég held líka að uppskriftin sé frekar einföld. Ég á alveg pottþétt eftir að prufa að prjóna hann einhverntíman. Ég sé hann alveg fyrir mér sem góðan kjól á stelpuna mína á leikskólann í vetur :)

Ég set link á uppskriftina HÉR. En svo set ég hana líka hér til hliðar undir "prjónauppskriftir"


Sunday, September 29, 2013

Heklað bylgjuteppi :)

Ég fann þessa ótrúlega sætu uppskrift af hekluðu bylgjuteppi og ákvað að skella henni hérna inn :)

Það er jafnvel hægt að nota afganga í teppið, þá verður það litríkt og fallegt. En svo er líka hægt að hafa það einfalt og klassískt t.d. með því að nota alltaf sömu þrjá litina í sömu röð :)

Hér er mynd.




Og hér er linkur á uppskriftina.

Góða skemmtun :)

Sunday, March 3, 2013

Að velja liti

Það getur oft verið erfitt að velja réttu litina í næsta prjónaverkefni.HÉR er ótrúlega sniðug síða þar sem farið er í gegn um það hvernig gott er að velja saman liti.


Nú er bara að fara af stað, kaupa garn og búa til enn eitt prjónalistaverkið, er það ekki?

Wednesday, February 27, 2013

Hello Kitty

Ég á eina litla snúllu sem verður 2 ára á morgun. Ég var að vafra á netinu um daginn, með hana í fanginu þegar ég rakst á mynd af stelpu með hello kitty húfu. Á sinn einlæga og yndislega hátt, bað hún mig um að gera svona húfu handa sér. Ég bráðnaði alveg, því að hún hefur einvhernvegin ekki haft vit á því fyrr að biðja mig um að prjóna eða hekla eitthvað handa sér. Nú eru 3 dagar síðan hún bað mig um húfuna og hún er búin að eignast Hello Kitty húfuna sína. Svo alsæl og sleppir helst ekki húfunni og sýnir hana hverjum sem vill og tilkynnir í leiðinni að mamma hennar hafi búið hana til :)

Hér er svo snúllan mín með Hello Kitty húfuna sína :)


Og hér sést húfan aðeins betur.

Og hér er svo húfan.


Ég notaði enga uppskrift, húfan varð bara til um leið og ég heklaði :) Ég notaði tvöfalt merino blend garn úr rúmfatalagernum.

Hér er svo linkur á fría prjónauppskrift af Hello Kitty húfu og Hér er linkur á fría uppskrift af heklaðri Hello Kitty húfu. Ég set svo linkana líka hér til hliðar á rétta staði :)


Monday, February 18, 2013

Komin á facebook :)

Nú er ég loksins búin að stofna facebook síðu fyrir prjónabloggið :) Ég held að sjálfsögðu áfram að pósta hérna inn og svo mun ég láta ykkur vita í gegn um facebook síðuna þegar ég set eittvhað nýtt hérna inn :)

Endilega kikið við og "líkið" við síðuna :)

Hér er linkurinn :)


Kv. Fríða

Sunday, February 17, 2013

Prjónað með perlum


Það eru eflaust til margar aðferðir til að prjóna með perlum, en hér er ein aðferð sem ég dat niður á þegar ég var að vafra um á netinu.


Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt :)

Tuesday, January 29, 2013

Heklað teppi

Þegar ég var ólétt af yngsta barninu mínu, þá prjónaði ég handa henni bring it on teppið. En uppskriftina má sjá hérna. Síðan þá hef ég alltaf ætlað að prjóna svoleiðis handa strákunum mínum, en enn hefur ekki gefist tími til þess. Um daginn fann ég svo þessa ótrúlega einföldu en flottu uppskrift af hekluðu teppi og ákvað að láta til skarar skríða og byrjaði á teppunum handa þeim. Nú er ég hálfnuð með fyrra teppið og vona að ég nái að klára þau fyrir sumarið (en er ekki svo viss, vegna tímaleysis í augnablikinu)

En Hérna er uppskrift af teppinu.

Og hér kemur svo mynd af teppinu á síðunni þar sem ég fann uppskriftina :)
Uppskriftin fer svo að sjálfsögðu líka í "hekluppskriftir" hér til hliðar :)


Monday, January 28, 2013

Revontuli

Mér finnst þetta sjal svo ótrúlega fallegt.

Hérna er frí uppskrift af því.





Ég set svo uppskriftina líka inn hér til hliðar undir "prjónauppskriftir"


Saturday, January 19, 2013

Hraðprjón

Ég var að vafra um á netinu og datt þá niður á þetta video. En hún Miriam Tegels er heimsins hraðasti prjónari, ef maður getur orðað það svona á íslensku :) En heimsmetið hennar er 118 lykkjur á mínútu. Í þessu videoi er farið yfir helstu grunnatriði í hraðprjóni.

Hér er linkurinn og svo set ég linkinn líka hér til hliðar ---> undir kennslu- video. Það getur verið að það þurfi að scrolla aðeins niður til að finna linkinn :)

Heimsmethafinn í hraðprjóni Miriam Tegels


Svo er bara að æfa sig :)

Monday, January 14, 2013

Húfa, vettlingar og trefill

Í sumar bjó ég til uppskriftina af þessu setti. Mig langaði að prjóna létta húfu á dótturina og svo þegar húfan var tilbúin, þá gat ég ekki hætt og endaði með vettlinga og trefil í stíl :)


Hér er settið.

Og hér er stelpuskottið mitt með húfuna sína, trefilinn og vettlingana :)


Hér sjást svo vettlingarnir betur :)

Tuesday, January 8, 2013

Kríufár :)

Þó svo að ég hafi aðallega verið að prjóna, þá er ég nú aðeins farin að smitast af hekli líka :) Í fyrra fékk ég í afmælisgjöf æðislega uppskriftabók sem heitir Þóra heklbók. Í henni er urmull af ótrúlega skemmtilegum og fallegum uppskriftum.

Ég hef aðeins heklað úr henni, en núna fyrir jólin heklaði ég 5 sjöl úr henni, en uppskriftin af þeim heitir "Kría" Kríurnar mínar 5 fóru svo í jólapakka og nú bíð ég eftir því að hafa tíma til að hekla eina fyrir sjálfa mig :)

Hérna koma svo myndir af Kríunum.


Ég gerði tvær í þessum græna lit. En þetta er sjálfmynstrandi Kunstgarn sem ég keypti í Rúmfatalagernum.


Þessi bláa og svarta er prjónuð úr einbandi.


Svo heklaði ég tvær gráar úr garni sem ég átti hérna heima í garnkommóðunni minni. En þetta garn heitir Riot og var einusinni til í Rúmfatalagernum. Ég held að það sé ekki til þar lengur.


 Í aðra Kríuna sem ég heklaði úr gráa garninu notaði ég líka svart mohair garn.



 Hérna fyrir neðan eru svo tvær af Kríunum í lit :)


Og hér eru svo tvær svarthvítar :)


Nú er ég enn að hekla upp úr þessari sömu heklbók, en ég er að gera teppi handa strákunum mínum :) Ég skelli inn mynd af þeim þegar þau eru tilbúin :)

Þangað til næst.

Fríða

Thursday, January 3, 2013

Jólasveinahúfurnar :)

Ég gleymdi alltaf að setja inn myndina af jólasveinahúfunum sem ég kláraði í Desember. En hér kemur allavega mynd af börnunum með húfurnar sínar.


Wednesday, January 2, 2013

Kósý teppi.

Gleðilegt ár kæru vinir. Takk fyrir allar heimsóknirnar á árinu sem er að líða. Þær hafa verið margar og nú nálgast heimsóknir á síðuna 200.000. Takk fyrir það :) Ég er alltaf að komast betur og betur að því hversu margir skoða síðuna mína, því að ég lendi nú orðið svo oft í því þegar síðan kemur til tals að fólk segi, "Já, ert ÞÚ með þá síðu" :) Það er alltaf gaman að sjá að fólk hefur bæði gagn og gaman að ;)

Ég er ein af þeim sem strengi yfirleitt ekki áramótaheit, en í ár ætla ég að gera það... En mitt áramótaheit er að vera duglegri að pósta hérna inn :)

Ég var að vafra á netinu þegar ég fann þessa æðiselgu upskrift af þessu ótrúlega notalega teppi. Ég get ýmindað mér að það sé kósý að sitja í sófanum með þeta flotta teppi og heitt kakó :) En uppskriftina fann ég á síðu sem heitir pickles.

Hér er linkur á uppskriftina

Og hér er linkur á það hvernig þetta prjónaspor er prjónað.



Aldrei að vita nema ég skelli í eitt svona teppi í vetur.


Wednesday, December 5, 2012

Skín í rauðar skotthúfur...

Nú er orðið langt síðan ég bloggaði síðast, ég veit, en ég hef bara ekki haft neinn auka tíma til að prjóna :(
En nú var nauðsyn :) Elsta barninu mínu vantaði jólasveinahúfu fyrir föndurdag í skólanum og húfan sem ég prjónaði á hann fyrir 2 árum ( eða eru ekki annars komin 2 ár ) var orðin hálf gömul og sjúskuð og mér fannst ég ekki geta sent hann með hana ;)

En þar sem mér lá á að prjóna þessa og þurfti að klára hana fljótt, þá notaði ég tvöfalt merino blend garn úr rúmfatalagernum og prjóna númer 6. Fyrir vikið er húfan þykkari og mun hlýrri :)

Gaurinn varð að vonum ánægður með húfuna sína og nú er ég að klára húfu á miðjubarnið mitt og svo bíður heimasætan líka eftir hohoho húfu eins og hún sjálf segir :)

En hér er mynd af drengnum með húfuna sína, myndin er ekkert ofsalega góð, en ég set inn betri myndir þegar fleiri húfur detta af prjónunum :)


Og "litli" bróðir bíður spenntur eftir sinni húfu :)


En annars er ég á fullu að reyna að prjóna einhverjar jólagjafir, þannig að þó að ég nái að prjóna eitthvað smá núna, þá get ég ekki sett inn myndir af því fyrr en eftir jólin :)
En hver veit nema að ég fái smá aukatíma til að setjast niður með prjónana mína og prjóan eitthvað sem ég get svo skellt hérna inn fyrir jólin :)

Þangað til næst :)

Fríða

Saturday, August 25, 2012

Pakki frá noregi :)


Ég á systir í noregi sem er mikil handavinnu kona. Hún heklar og prjónar eins og enginn sé morgundagurinn :) Hún framleiðir húfur, sokka, og fleiri fallegar vörur í tonnatali og hver hluturinn öðrum fallegri :) HÉR er bloggið hennar :) Og HÉR getið þið séð afraksturinn af allri fallegu handavinnunni hennar :) En í gærkvöldi fékk ég frá henni pakka !!! Í pakkanum var heill hellingur af prjónadóti og fullt af yndislega fallegu garni !!!! Meðal þess sem var í pakkanum fína var Stór prjónataska sem ég ætla að nota fyrir prjónastykkin sem ég er með í vinnslu, svo voru skæri, 3 sett af bambus sokkaprjónum, 27 heklunálar í ÖLLUM stærðum, bókamerki sem ég ætla að nota í prjónabækurnar mínar, ein ótrúlega falleg heklubók og æðisleg uppskriftabók bæði með uppskriftum af hekluðum og prjónuðum dúkkufötum !!! Og síðast en ekki síst var uppáhalds súkkulaðið mitt, en það vill svo vel til að það heitir HOBBY :) Hér er mynd af herlegheitunum.

Svo sendi hún líka fullt af fötum bæði á mig og börnin :) Strákarnir fengu æðislega flísgalla hvorki meira né minna en tvö sett á hvorn, sem eiga eftir að nýtast vel í kuldanum í vetur, og litla prinsessan á bænum fékk flíshúfur og heilann helling af fötum. Og hún var sko glöð þegar hún vaknaði í morgun að fá fullt af nýjum fötum til að máta, en hún ELSKAR að máta föt og klæða sig upp, þó svo að hún sé ekki nema 18 mánaða :) Svo fékk ég líka þrenna síðerma boli :)

Takk fyrir mig, kæra systa :)

Wednesday, August 22, 2012

Vettlingar, vettlingar og aftur vettlingar :)

Munið þið eftir þessu og þessu ? Nú er ég búin að prjóna úr þessu skemmtilega heimalitaða garni :) Ég prjónaði vettlinga a börnin mín þrjú. Strákarnir fengu "hermanna" vettlinga úr cool aid garninu sem ég litaði með cool aid og klaka og dóttirin fékk rauða og græna vettlinga sem sá elsti kallar "jarðaberja vettlinga"
Eins og það er gaman að lita garn sjálf, þá er ennþá skemmtilegra að prjóna úr því :) Það er svo gaman að sjá hvernig útkoman verður.

En hérna koma myndir af afrakstrinum :)





Saturday, August 4, 2012

Kjóll á heimasætuna :)

Fyrir nokkru tók ég þátt í svokölluðu "prjónaswapi" sem fyrir þá sem ekki vita gengur út á það að ég sendi einhverri/einhverjum lítinn pakka með prjóna tengdum hlutum í og í staðin fæ ég pakka frá einhverjum öðrum sem einnig tók þátt í swapinu :) En allavega fékk ég í pakkanum mínum tvær dokkur af þessu yndislega garni sem heitir ROWAN Pure wool. Það er svo mjúkt og fallegt að það lá við að ég sæti og klappaði því :) En þegar ég fékk garnið, þá kom ekkert annað til greina en að prjóna kjól á stelpuna mína úr þessu. Ég var strax ákveðin í því hvernig kjóllinn ætti að líta út, og þar sem ég var svona rosalega ákvaðin í því, þá ákvað ég að prjóna kjólinn eins alveg eins og ég vildi hafa hann. En þar sem ég avar nokkuð viss um að ég fyndi alveg örugglega ekki svoleiðis uppskrift, þá sá ég ekkert annað í stöðunni en að búa til uppskriftina sjálf :)

Það endaði svo með þessum kjól á skottuna. Ég var bara nokkuð ánægð með útkomuna og hún er svo himinlifandi yfir nýja kjólnum sínum að hún neitar að fara úr honum ;)

Ég lenti reyndar í smá veseni, því að dokkurnar mínar tvær kláruðust og einabúðin hérna á íslandi sem selur þetta garn er Storkurinn. En Storkurinn átti garnið ekki til og þær vissu ekki hvenær garnið væri væntanlegt. En ég er samt svo heppin að ég á systir sem býr í noregi og við fundum þetta garn í netverslun þar í landi og hún gat pantað fyrir mig eina dokku sem reyndar var ekki með sama lotunúmeri en litanúmerið var það sama. Hún sendi mér dokkuna og sem betur fer, þá var liturinn nákvæmlega eins, þrátt fyrir ða lotunúmerið væri annað :) Takk fyrir það systa :)

En hér koma allavega nokkrar myndir af kjólnum, eða skokknum sem er eiginlega réttara nafn fyrir hann.

Ég er ekki enn búin að ákveða nafnið á kjólnum sjálfum, en var að láta mér detta í hug annaðhvort "Fjóla" þar sem hann er svo fallega fjólublár eða "Mar" þar sem skottan sem ber kjólinn heitir að seinna nafni Maren.

Hvað finnst ykkur um þau nöfn ? Hafið þið einhverja hugmynd af öðru nafni á kjólinn ?






Tuesday, June 5, 2012

Leyniprjón hluti 4 og 5 :)

Jæja, nú er að koma smá mynd á þetta ;) Ég fattaði hvað þetta er eftir 4. hlutann ;) En hér koma svo myndirnar og linkur á 6. hluta er HÉR.

Hérna koma svo mynirnar.

Hér er 4. hluti búinn :)

Hér er svo 5. hluti búinn..... en þar sem ég var búin að fatta hvað þetta er, þá hafði ég hann örlítið styttri en gert er ráð fyrir í uppskriftinni... 

Og hér er svo "hluturinn" líka eftir að ég kláraði 5. hluta, en þarna er búið að leggja hann saman ;)

Eru ekki allir búnir að fatta hvað þetta er ;)


Monday, June 4, 2012

Leyniprjón - hluti 2 OG 3

Jæja, loksins kemur mynd af hluta tvö og þrjú hjá mér í leyniprjóninu :) Ég veit ekki enn hvað þetta á að vera :) En það kemur fljótlega í ljós :)

Svo er hluti 4 HÉR og hluti 5 HÉR :)

3. hluti búinn....
 2. hluti búinn :)

Og vonandi kemur svo hluti 4 og jafnvel hluti 5 inn á morgunn :)

Thursday, May 31, 2012

Leyniprjón.

Nú ætla ég að taka þátt í smá leyniprjóni á www.bland.is. En það gengur út á það að það er ein sem sér um leyniprjónið og setur inn hluta af uppskrift daglega. Þeir sem taka þátt vita ekkert hvað þeir eru að prjóna þar til í lokin :) Mjög gaman, ég hef tekið þátt í svona nokkrum sinnum áður og alltaf jafn skemmtilegt og spennandi :)

En HÉR er linkurinn á fyrsta hlutann.

Og hér kemur mynd af því sem ég er búin að prjóna þegar ég er búin með fyrsta hlutann :)


Hluti tvö er svo HÉR. Ég hendi inn mynd á morgun af prjóninu mínu þegar ég er búin að prjóna annan hlutann :)

Friday, May 25, 2012

Lopapeysan Lappi

Jæja, nú er ég loksins búin að setja rennilás í lopapeysuna sem ég kláraði síðustu helgi :) Prinsessuna á heimilinu vantaði lopapeysu fyrir sumarið og mér fannst eiginlega ekki koma annað til greina en að prjóna peysu með dýra-munstri, þar sem bræður hennar eiga hvala-lopapeysur. Uppskriftin er bæði í blaðinu LOPI 25 og í bókinni "Prjónað úr íslenskri ull".  Í peysuna nota ég léttlopa og prjóna númer 4,5.

Nú neitar hún að fara úr peysunni sinni og stundum tekur hún peysuna í fangið og klappar henni voða varlega :)


Wednesday, May 23, 2012

Mús í húsinu :)

Eftir að ég kláraði kisu bælið í gær, þá datt mér í hug að gera lítið leikfang handa honum. Ég hafði enga uppskrift, tók upp prjónana og meira af afgangs plötulopa og endaði með þessa sætu mús í höndunum. Hún er semsagt prjónuð úr tvöföldum plötulopa á prjóna númer 7. Inn í hana setti ég svo tróð úr ónýtum púða og litla bjöllu sem hringlar í :)

Hér kemur svo músin :)



Tuesday, May 22, 2012

kisu bæli :)

Ég var að enda við að taka þetta kisubæli sem ég var að prjóna og þæfa úr þvottavélinni. Búin að bíða spennt eftir útkomuni í klukkutíma, en ég þæfði það á 60°c í vélinni og setti bara eitt handklæði með. Ég prjónaði það úr tvöföldum plötulopa, aðallega afgöngum frá mér og mömmu og notaði prjóna númer 7. Ég byrjaði á bælinu í í fyrradag og kláraði það í dag. Þetta er mjög einfalt, en uppskriftin af því er í bókinni "Garn og gaman".

Ég verð nú að segja að mér fannst það alveg hræðilega LJÓTT áður en ég þæfði það og allan tíman sem ég sat og prjónaði það hugsaði ég stöðugt um hvaða ljóta ferlíki ég væri eiginlega að prjóna !!!

En eftir þæfingu var ég bara þokkalega sátt við útkomuna :) Svo kemur í ljós hvort kisin sem þetta er ætlað fyrir vilji svo nota það ;)

En hér koma svo myndir, bæði fyrir þæfingu og eftir.