Friday, October 28, 2011

Meira hekl :)

Prinsessan á heimilinu á svo æðislega sætann fjólubláann kjól sem hún fékk í sængurgjöf og mér fannst verða að vera fjólublár slefsmekkur við kjólinn. Ég brá á það ráð að prufa að hekla handa henni smekk. Ég notaði uppskrift sem er hér til hliðar---- > á síðunni. Garnið keypti ég í söstrene grene og heklunálin var númer 3,5.

Hér er svo mynd af smekknum, en mynd af dömunni set ég seinna inn, en ég náði ekki að taka af henni mynd þegar hún var í kjólnum með nýja fína smekkinn sinn, en ég geri það næst þegar hún verður í honum :)

Monday, October 24, 2011

Prjónamerki

Mig langar svo að sýna ykkur prjónamerki sem ég er að búa til og selja. Þau eru flest öll gerð úr postulíni og glerperlum en sum eru líka gerð úr plastperlum. Prjónamerkin er ég að selja á þessari síðu: www.facebook.com/perluprjon

Og hér er svo mynd af einni gerðinni.Það er ekki svo langt síðan ég byrjaði að nota prjónamerki og núna þegar ég er komin upp á lagið, þá get ég ekki verið án þeirra ;) Og ég ELSKA að nota falleg prjónamerki :) Hvernig líst ykkur svo á merkin mín ?

Wednesday, October 5, 2011

Húfa úr yndislega angórugarninu :)

Jæja, nú er ég búin að prjóna húfu úr yndislega mjúka angórugarninu sem ég keypti í Garnbúð Gauju. Þetta garn er algjört æði það er svo mjúkt og fallegt. En svo notaði ég líka rasmillas yndlingsgarn sem ég keypti líka hjá Gauju í Mjóddinni. En það er blanda af ull og bómull, ótrúlega mjúkt og drjúgt garn !!! Ég notaði bæði yndlingsgarnið og angóruna tvöfalt og prjóna númer 4 og það dugði ein dokka af angórugarninu, en af rasmillas garninu á ég eflaust nóg eftir til að prjóna 50 húfur til viðbótar ;) En fyrst ég er að tala um garnbúð Gauju, þá verð ég bara að segja hvað mér finnst alltaf gaman að koma þar inn !!! Konurnar þar eru alltaf jafn almennilegar og svo er líka svo gaman að spjalla við þær um prjónaskapinn :) Mæli með þeim ;)

Ég fékk uppskrift af húfunni þegar ég keypti garnið, en ég þurfti auðvitað að breyta uppskriftinni aðeins, en það virðist loða eitthvað við mig að breyta alltaf uppskriftunum sem ég fer eftir. Ég semsagt breytti úrtökunni aðeins og eyrunum líka. Svo setti ég reyndar líka garðaprjónskant neðst á húfuna, sem var ekki í uppskriftinni....

En hér kemur svo útkoman :)


Og svo að lokum litla snúllan með nýju, mjúku húfuna sína :)