Thursday, May 31, 2012

Leyniprjón.

Nú ætla ég að taka þátt í smá leyniprjóni á www.bland.is. En það gengur út á það að það er ein sem sér um leyniprjónið og setur inn hluta af uppskrift daglega. Þeir sem taka þátt vita ekkert hvað þeir eru að prjóna þar til í lokin :) Mjög gaman, ég hef tekið þátt í svona nokkrum sinnum áður og alltaf jafn skemmtilegt og spennandi :)

En HÉR er linkurinn á fyrsta hlutann.

Og hér kemur mynd af því sem ég er búin að prjóna þegar ég er búin með fyrsta hlutann :)


Hluti tvö er svo HÉR. Ég hendi inn mynd á morgun af prjóninu mínu þegar ég er búin að prjóna annan hlutann :)

Friday, May 25, 2012

Lopapeysan Lappi

Jæja, nú er ég loksins búin að setja rennilás í lopapeysuna sem ég kláraði síðustu helgi :) Prinsessuna á heimilinu vantaði lopapeysu fyrir sumarið og mér fannst eiginlega ekki koma annað til greina en að prjóna peysu með dýra-munstri, þar sem bræður hennar eiga hvala-lopapeysur. Uppskriftin er bæði í blaðinu LOPI 25 og í bókinni "Prjónað úr íslenskri ull".  Í peysuna nota ég léttlopa og prjóna númer 4,5.

Nú neitar hún að fara úr peysunni sinni og stundum tekur hún peysuna í fangið og klappar henni voða varlega :)


Wednesday, May 23, 2012

Mús í húsinu :)

Eftir að ég kláraði kisu bælið í gær, þá datt mér í hug að gera lítið leikfang handa honum. Ég hafði enga uppskrift, tók upp prjónana og meira af afgangs plötulopa og endaði með þessa sætu mús í höndunum. Hún er semsagt prjónuð úr tvöföldum plötulopa á prjóna númer 7. Inn í hana setti ég svo tróð úr ónýtum púða og litla bjöllu sem hringlar í :)

Hér kemur svo músin :)Tuesday, May 22, 2012

kisu bæli :)

Ég var að enda við að taka þetta kisubæli sem ég var að prjóna og þæfa úr þvottavélinni. Búin að bíða spennt eftir útkomuni í klukkutíma, en ég þæfði það á 60°c í vélinni og setti bara eitt handklæði með. Ég prjónaði það úr tvöföldum plötulopa, aðallega afgöngum frá mér og mömmu og notaði prjóna númer 7. Ég byrjaði á bælinu í í fyrradag og kláraði það í dag. Þetta er mjög einfalt, en uppskriftin af því er í bókinni "Garn og gaman".

Ég verð nú að segja að mér fannst það alveg hræðilega LJÓTT áður en ég þæfði það og allan tíman sem ég sat og prjónaði það hugsaði ég stöðugt um hvaða ljóta ferlíki ég væri eiginlega að prjóna !!!

En eftir þæfingu var ég bara þokkalega sátt við útkomuna :) Svo kemur í ljós hvort kisin sem þetta er ætlað fyrir vilji svo nota það ;)

En hér koma svo myndir, bæði fyrir þæfingu og eftir.Tuesday, May 15, 2012

Uppskriftir.....

Eins og þið væntanlega vitið, þá er alveg heill hellingur af fríum prjóna- og hekl uppskriftum hérna til hliðar á síðunni minni. En ég hef líka verið svoldið að gera mínar eigin uppskriftir og á því nokkrar á blaði hérna heima. Einhverntíman póstaði ég inn uppskrift af afar einföldum vettlingum sem henta t.d. mjög vel á leikskólann fyrir litlu krílin. En þar sem það er orðið svoldið langt síðan ég setti hana hér inn, þá ákvað ég að setja linkinn á hana hérna núna.

Hér kemur hún :) Einfaldir og góðir.

http://prjonablogg.blogspot.com/2010/09/vettlingar.html


Sunday, May 13, 2012

Á prjónunum.

Nú langar mig að sýna ykkur hvað ég er með á prjónunum núna. É ger að prjóna lopapeysu á litlu snúlluna sem er rúmlega 14 mánaða. Uppskriftin er til í blaðinu LOPI 25 en hún er líka í bókinni "Prjónað úr íslenskri ull" Þá bók fékk ég í afmælisgjöf í janúar frá manninum mínum og börnum :) En hún var efst á óskalistanum mínum ásamt heklbókinni "Þóra" En í henni eru líka fullt af girnilegum og einföldum hekl uppskriftum :)

En í peysuna nota ég léttlopa og prjóna númer 4,5. Ég þarf að vera búin með peysuna FYRIR þann 27. mai, en ég byrjaði á henni í gær.... ég hlýt að ná því ;)


Jæja, en hér kemur allavega myndin :) Svo set ég að sjálfsögðu mynd inn líka þegar ég er búin með peysuna :)