Sunday, November 21, 2010

Skín í rauðar skotthúfur ;)

Strákunum mínum finnst alltaf æðislegt sport að fá að vera með jólasveina húfur í desember. Í fyrra fengu þeir að vera með einhverjar jólasveinahúfur sem ég keypti einhversstaðar hand aþeim. En gallinn var sá að þær voru bara úr einhverju gerfiefni sem er bara alls ekki nógu hlýtt fyrir þá.
Þannig að ég brá á það ráð að prjóna handa þeim jólaseveina húfur !!

Ég vildi nota eitthvað hlýtt og gott garn, en það mátti heldur ekki stinga. Þannig að ég notaði smart garn í þær, sem er superwash ullargarn og stingur ekki.

Hérna er svo útkoman :)

Uppskriftina fékk ég í bókinni prjónaperlur sem kom út í fyrra. En þar er húfan reyndar röndótt og ekki svona jólaleg ;)


Þeir voru heldur betur ánægðir með húfurnar sínar bræðurnir :)