Wednesday, May 26, 2010

Heimalitað garn

Ég var að dunda mér við að lita garn heima og fékk þessa líku flottu liti :) Eldri sonurinn er búinn að velja sér hnykil sem hann vill að ég prjóni vettlinga á hann úr !!!En þetta er mjög einfalt. Ég setti vatn og edik í pott. C.a. einn dl af ediki á móti 2 af vatni, lét suðuna koma upp. Setti þá garnið út í vatnið og létt bulla nokkrum sinnum, eða þar til garnið var orðið blautt í gegn. Svo var ég búin að blanda Wilton matarlitum í vatn og hellti yfir garnið. Einn lit á sitthvorn endann á dokkunni og einn lit í miðjuna. Svo tók ég garnið upp úr áður en litirnir blönduðust saman. (Þá hefði garnið bara orðið brúnt) Lét garnið svo þorna og skolaði það upp úr köldu vatni. Lét það svo þorna aftur og þvoði það svo upp úr sápu.

Einfalt og skemmtilegt :) Ég hlakka svo til að byrja á vettlingunum. (Þarf bara að klára einar skrímslabuxur fyrst)

Wednesday, May 19, 2010

Ungbarna-inniskór

Ég var að finna uppskrift á netinu af þessum æðislega sætu ungbarna-inniskóm. Uppskriftina set ég hér til hliðar undir "prjónauppskriftir" en hún er í stærð 0-3 mánaða. En það er mjög einfalt að stækka hana með því að prjóna fleiri umferðir á sólanum og taka upp fleiri lykkjur við endann af sólunum.


Góða skemmtun að prjóna :)

Wednesday, May 12, 2010

Hálskragi

Var að setja inn uppskrift af svona hálskraga. Hún er hér til hægri, undir "prjónauppskriftir"
Monday, May 3, 2010

Ungbarnaskór

Ég var að klára að prjóna þessa sætu ungbarnaskó. Þeir eru mjög auðveldir að gera og ég var ekki nema c.a 2 tíma með hvort parið og svo kannski 1 tíma að ganga frá.

Sætir brúnir og hvítir með tré tölum.

og svo bláir og hvítir með bláum tölum :)

Uppskriftin er hér til hægri undir "prjónauppskriftir"