Tuesday, January 31, 2012

Ungbarnasett og tilnefning til íslensku vefverðlaunanna:)

Ég var að ljúka við þetta litla sett. Húfa og vettlingar sem ég prjónaði úr baby garni sem ég keypti í Europris. Prjónarnir voru númer 2,5. Mér fannst þetta bara koma ágætlega út svona munstrað. Svo verð ég nú að segja að mér finnst dokkan duga ótrúlega vel, eftir að ég er búin að klára bæði húfuna og vettlingana, er alveg hálf dokka eftir :)

Uppskriftin kemur alveg úr kollinum á mér, ég semsagt skáldaði hana bara jafnóðum og ég prjónaði. Mér finnst það oft koma vel út, og þá verður stykkið líka yfirleitt alveg eins og maður vill sjálfur :)

En hér kemur svo mynd af settinu :)Svo langar mér að segja ykkur frá því að bloggið mitt er tilnefnt til íslensku vefverðlaunanna 2011. Verðlaunaafhending fer svo fram föstudaginn 3.febrúar. Fyrir mér er þetta ótrúlega flott viðurkenning fyrir bloggið mitt og greinilegt að það sem ég er að gera hérna er að skila sér áfram :) Og hvernig sem fer, þá er ég ótrúlega ánægð með þann árangur að komast í úrslit. Það er stórt afrek út af fyrir sig :)

Takk kæru lesendur fyrir að lesa bloggið mitt. Ég held áfram með prjónana mína og bloggið með bros á vör, eins og vanalega :)

r er linkur á þær vefsíður sem eru tilnefndar í nokkrum flokkum.

Kveðja, Fríða

Thursday, January 26, 2012

Puff Daddy púði/sessa :)

Þessi finnst mér svooo flottur. Hann heitir Puff Daddy og uppskriftin er ókeypis og hana er að finna HÉR. Svo set ég uppskriftina líka hér til hægri eins og vanalega :)

Ég held að þessi sé frekar einfaldur og eflaust mjög skemmtilegt að prjóna hann :) Ég á eflaust eftir að prufa það þegar ég hef örlítið meiri tíma ;)

Thursday, January 5, 2012

Þæft kórónu eyrnaband :)

Ég prjónaði um daginn þetta sæta kórónueyrnaband. Það er prjónað úr létlopa og svo þæft, svo endaði ég á að sauma í það smá blómamunstur og skreytti að lokum með perlum.

Reyndar vildi litla skottan mín bara ALLS ekki leyfa mér að setja bandið á sig, þannig að ég hef því miður ekki mynd af henni með það á sér.

En hér koma nokkrar myndir :)

Mynd af bandinu fyrir þæfingu :)Mynd af bandinu eftir þæfingu.


Og svo að lokum mynd af bandinu alveg tilbúnu.

Wednesday, January 4, 2012

Hello kitty.

Ég var að vafra á netinu og fann þá ókeypis uppskrift af þessari sætu Hello Kitty peysu. Ég set uppskriftina hér til hliðar undir "prjónauppskriftir"


Ég vona að einhver geti nýtt sér þessa uppskrift :)

Tuesday, January 3, 2012

Jólagjafir 2011

Jæja, það er langt síðan síðast, en ég er bara búin að vera á haus í jólaundirbúningu frá því í nóvember :) En nú eru jólin að verða búin og allt að komast í fasta rútínu aftur. Ég prjónaði nú ekki mikið fyrir jólin, en náði samt að gera tvær jólagjafir. Skelli inn myndum af þeim hérna.

Vettlingar sem ég prjónaði úr léttlopa.


Húfa með loppuförum fyrir frænku mína sem er mikil hundakona. Og vettlingar við. Prjónað úr léttlopa.

Svo fer ég að hafa meiri tíma til að prjóna á næstunni, þannig að vonandi á ég eftir að skella inn myndum hérna fljótlega aftur :)