Thursday, May 26, 2011

Silkihúfan :)

Jæja, þá er ég búin að prjóna silkihúfuna og var bara nokkuð ánægð með árangurinn :) Ég er reyndar búin að prjóna tvær húfur og ég get örugglega prjónað eina eða tvær í viðbót úr sama hnyklinum. Þannig að það er ekki hægt að segja annað en að einn svona hnykill sé mjööög drjúgur :)

En hér kemur svo mynd af einni húfunni.


Og svo ein mynd af dótturinni með nýju mjúku fínu húfuna sína :)Ég notaði semsagt Maharaja silki sem ég keypti í garnbúð Gauju í Mjóddinni og prjóna númer 2,5.

En svo þar sem að gestagangur um síðuna mína er frekar mikill, eða um 10.000 gestir á mánuði eða fleiri, sem er auðvitað bara ÆÐISLEGT, þá langar mig svolítið til að biðja ykkur um að láta mig vita að þið hafið kíkt hingað inn ;) Það er svo gaman að sjá hverjir kíkja og hvað ykkur finnst um bæði síðuna mína og það sem ég er að setja hérna inn, bæði það sem ykkur finnst gott og líka það sem ykkur finnst miður :)

Endilega kvittið fyrir komuna, það er svo gaman að fá skilaboð frá ykkur.

En það er mjög auðvelt að setja inn komment. Þið bara ýtið á "post a comment" hér fyrir neðan og veljið Name/URL og skrifið nafnið ykkar (eða gælunafn) og smá skilaboð og ýtið á publish your comment :)

Bestu prjónakveðjur, Fríða :)

Thursday, May 12, 2011

LOKSINS.....

....lét ég verða af því að kaupa mér silki :)
Ég er búin að ætla mjög lengi að prufa að prjóna úr silki og fór núna í morgun í Garnbúð Gauju og keypti mér ofsalega fallegt bleikt silkigarn, Og er byrjuðað prjóna húfu á litlu prinsessuna mína :) Svo stóðst ég ekki mátið og keypti ótrúlega fallegt og sjúklega mjúkt angoru garn. Ég féll algjörlega fyrir því :) Ég var að hugsa um að kaupa mér Rasmilla's yndlingsgarn sem er æðislegt ullar/bómullar garn eða Rasmilla's luksusgarn sem er blanda af ull og silki og prjóna húfu og nota angoru garnið með því.
Svo verð ég nú eiginlega að láta það fylgja með hvað ég fékk æðislega góða og persónulega þjónustu hjá henni. Mér finnst alltaf jafn gaman að fara í þessa búð. Og alltaf jafn vel tekið á móti mér :)

En hér er svo mynd af nýja, fallega og mjúka garninu mínu :)Og hér kemur svo mynd af nýjasta prjónaverkefninu.... Silkihúfan á litlu snúlluna :) Ég hlakka til að klára hana og vona að hún passi á dömuna í sumar :)


Friday, May 6, 2011

Little sisters dress

Ég var eð klára þennan sæta kjól í dag. Mér hefur lengi langað til að prjóna hann og ákvað að láta verða af því núna að prjóna hann á littlu prinsessuna mína sem er rúmlega 2 mánaða. Ég hugsa að kjóllinn fari svo að passa á hana mjög fljótlega :)

Garnið er superwash ullargarn úr rúmfatalagernum. Og prjónar númer 3,5.


Ég heklaði svo þessi blóm og saumaði á kjólinn. En það eru kennsluvideo hér til hliðar sem sýna hvernig á að hekla svona blóm.


Og svo setti ég þessar sætu hjarta tölur sem ég átti til.

Svo bíð ég bara spennt eftir að máta hann á litlu dömuna :) Ég set svo kannski inn mynd af henni þegar hún er komin í kjólinn :)