Friday, February 25, 2011

Heimalitað garn með Kool - Aid

Ég ákvað í morgun að prufa að lita garn með kool aid. Mig hefur lengi langað til að prufa það og hérna kemur svo bæði aðferðin og útkoman :)

Ég byrjaði á að vefja garninu utan um stólbak, en ég notaði hvítt superwash ullargarn.


Þetta eru litirnir sem ég notaði, en ég hélt að þetta í bláa bréfinu væri blátt eða fjólublátt....


En liturinn í bláa bréfinu var svo bara eiginlega rauður eða dökk bleikur. Ég setti vatn í pott og duftið úr pakkanum. Setti svo garnið út í.


Svo lét ég suðuna koma upp og leyfði því að malla í c.a. 1 - 2 mínútur.


Setti svo garnið í vaskinn og skolaði það með köldu vatni, þar til það kom enginn litur úr því, en ég þurfti ekki að skola garnið lengi, því að liturinn var bara alveg fastur í garninu og vatnið var aftur orðið glært !!!


Svo setti ég hinn litinn út í vatn og setti hinn helminginn af garninu útí.


Lét suðuna koma upp og leyfi því að sjóaða í c.a. 1 - 2 mínútur.Svo skolaði ég aftur úr garninu með köldu vatni.


Svo vatt ég garnið og setti það á ofninn og leyfði því að þorna alveg.


Endaði svo á að vefja því upp í hnykla, og svona er útkoman :)
Ég var bara nokkuð ánægð með litinn, þó að ég sé nú ekki viss um hvað ég eigi að prjóna úr því þar sem garnið er frekar stelpulegt... En ég hafði hugsað mér að nota það í vettlinga á strákana, þar sem ég hélt að duftið í bláa bréfinu væri blátt :)

Ég hef áður prufað að lita garn heima, en þá notaði ég wilton matarliti og edik, en útskýringar á því eru neðar á blogginu. Það er mun einfaldara að lita garnið með kool aid, því að það þarf ekkert edik til að festa litinn !!!

Endilega prufið að lita garnið ykkar, það er bæði mjög gaman að lita það og svo er sko alls ekki síðra að prjóna úr garni sem maður hefur litað sjálfur :)

Góða skemmtun !!!

Thursday, February 24, 2011

Ullarsokkar og prjónaverðlaun :)

Það er skemmtilegt frá því að segja að ég tók þátt í leik á facebook síðuunni Handverkskonur, sem er síða með hinu og þessu tengdu prjónaskap og fleira handverki. Ég sendi semsagt inn mynd af hendverki sem ég hef prjónað og sendi mynd af ungbarnasettinu sem ég kláraði um daginn. (Myndir af því hér neðar á síðunni). Ég endaði í öðru sæti og fékk þetta æðislega flotta silki-prjónaveski í verðlaun og með því fylgdu sætir pokar sem ég get notað utan um allskonar smádót tengt prjónaskap. Ég var mjög ánægð, en þetta kom í póstkassann hjá mér í dag :)


Hér er prjónaveskið lokað :)Og hér er mynd af því opnu :)


En þegar ég prjónaði þetta ungbarnasett, þá lærði ég að prjóna svo ferlega sniðugann hæl, sem mér finnst mjög auðveldur. Ég hef aldrei prjónað ullarsokka vegna þess að ég hef ekki lagt í að gera hælinn. Ég ákvað að prufa að prjóna ullarsokka og eins hæl og er á hosunum. En þar sem ég var ekki með uppskrift af svoleiðis sokkum, þá skellti ég mér bara í að búa hana til :) Ég prjónaði regnbogavettlinga á yngri soninn í sumar og setti mynd af þeim og uppskrift hér neðar á bloggið. Þannig að ég ákvað að hafa sokkana í stíl við þá. Þegar ég var að prjóna sokkana á guttann, þá kom sá eldri til mín og spurði hvort ég ætlaði svo líka að prjóna svona sokka handa honum.... Og að sjálfsögðu gerði ég það líka :)

Ég notaði superwash ullargarn sem ég keypti í Europris og prjóna númer 3,5.

Og hér er svo útkoman.


Og hér er svo eldri strákurinn kominn í sína sokka :)


Wednesday, February 2, 2011

Hvala húfur :)

Jæja, strákana vantaði húfur , þannig að ég ákvað að skella í húfur handa þeim :) Ég fékk uppskriftina af þessum sætu stroffhúfum í bókinni garn og gaman sem ég fékk í afmælisgjöf um daginn frá mömmu og pabba :) En munstrið af hvalamyndinni var í bókinni fleiri prjónaperlur sem ég fékk í afmælisgjöf frá manninum mínum og strákunum :) Strákarnir voru hæst ánægðir með hvalahúfurnar sínar, en sá eldri er einmitt í hvala hóp í leikskólanum og sá yngri segir að þetta sé hákarlahúfa ;)

Ég var ekki lengi að prjóna þær, en ég byrjaði á þeim á laugardaginn og kláraði þær á mánudagskvöld. Ég notaði superwash ullargarn sem ég keypti í rúmfatalagernum og prjóna númer 3,5. Svo saumaði ég myndina í með lykkjuspori.


Hérna eru svo húfurnar :)

Eldri strákurinn á leið í leikskólann með hvala húfuna sína:)


Yngri strákurinn á leið í leikskólann með "hákarla-húfuna" sína:)


Strákarnir voru svo ánægðir með nýju húfurnar að þeir settu þær á sig áður en þeir klæddu sig :) Ótrúlega sáttir í náttfötunum með fínu húfurnar sínar :)