Monday, June 28, 2010

Spiderman vettlingar

Síðasta uppskriftin í dag :) Ég fann þessa uppskrift af Spiderman vettlingum. Best að ég skelli henni inn líka :)

Góða skemmtun :)


Jarðaberjasokkar

Ég fann íslenska uppskrift af þessum ÆÐISLEGU jarðaberja sokkum. Það er bara verst að það er engin lítil dama í kring um mig sem ég gæti prjónað þá fyrir !!!


Ég set uppskriftina hér til hliðar undir "prjónauppskriftir"

Ungbarna peysa

Ég var að finna uppskrift af svo sætri ungbarnapeysu. Hún heitir Baby Boy 5-Hour Sweater. Ég ákvað að skella uppskriftinni hingað inn. Hún er eins og allar hiar fríu uppskriftirnar undir "prjónauppskriftir"


Góða skemmtun og gangi ykkur vel :)

Friday, June 18, 2010

Prjónuð póstkort :)

Ég datt niður á þessa sniðugu hugmynd á netinu. Mér fannst þetta ferlega töff. Sniðugt að nota tímann ef veðrið er leiðinlegt í fríinu ;)

Ég setti inn ókeypis uppskrift sem ég fann líka á netinu. Hún er hér til hægri, undir "prjónauppskriftir"

Góða skemmtun !!!!!

Monday, June 14, 2010

Bylgjuteppi

Ég var að muna eftir uppskrift sem ég fann á netinu síðasta vetur af svona ungbarna-bylgjuteppi. Ég ákvað að setja uppskriftina hingað inn. Hún er hér til hliðar undir "uppskriftir"

Svo var ein á barnalandi sem íslenskaði hana fyrir mig, íslenska þýðingin er svona :

Byrjar á að fitja upp 110 lykkjur mjög laust.
Prjónar 4 umferðir slétt (2 garðar)
Byrjar munstrið:

Umferð 1: Prjóna 2 saman, prjóna 2 saman, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna eina, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna eina, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna eina, slá bandinu upp á prjóninn, prjóna 2 saman, prjóna 2 saman. Endurtekið út umferðina.

Umferðir 2-4: Prjóna slétt.

Endurtekur umferðir 1-4 þangað til þér finnst teppið orðið nógu langt.
Endar á 4 umferðum slétt (2 görðum) og fellir mjög laust af.

Gangi ykkur vel :)


Thursday, June 10, 2010

3 mánuðir.......

Eftir 2 daga eru liðnir 3 mánuðir síðan ég stofnaði þessa bloggsíðu. Mér datt í hug að hún gæti kannski verið einhverjum til gagns og gamans. Ég vona að hún hafi verið það. En mig langar til að þakka ykkur sem hafið verið að kíkja hingað inn fyrir innlitið og einnig fyrir kommentin :) Það er svooooo gaman að sjá þegar þið eruð að skoða síðuna mína og skiljið eftir smá komment eða kveðju hérna :)

En svona til gamans, þá langar mig til að segja ykkur það að á þessum 3 mánuðum er ég búin að fá hvorki meira né minna en 3600 heimsóknir á síðuna !!! Það er meira en 1000 heimsóknir á mánuði !!!

Takk, Takk fyrir þið sem kíkið á mig. É gætla að reyna að halda áfram að vera dugleg að uppfæra hérna. Setja inn fríar uppskriftir sem ég finn, myndir af því sem ég er að prjóna, sniðuga linka og kennsluvideo.

ef það er eitthvað sem þið sjáið að hægt er að bæta inn á síðuna mína, endilega látið mig vita :) Það er alltaf gaman að fá hugmyndir :)

Prjónakveðjur, Fríða prjónakella

Friday, June 4, 2010

Regnbogavettlingar - heimalitaði garn :)

Jæja, nú er ég búin að prjona vettlingana sem eldri sonur minn pantaði úr garninu sem ég litaði :)Hálfnað verk þá hafið er ;) Þarna var ég hálfnuð með annan vettlinginn, en búin með hinn, en átti eftir að gera þumalinn :)Nærmynd :)


Tilbúnir :)
Sonurinn er hæstánægður og kallar þá regnbogavettlingana sína :) Ég var bara nokkuð sátt við útkomuna :) Svo á ég enn eftir garn, bæði þennan lit og græna litinn, ég er að spá í að prjóna kannski vettlinga á litlakút :)

Tuesday, June 1, 2010

Skrímslabuxur Nr 2 tilbúnar :)

Jæja, þá er ég búin með skrímslabuxurnar fyrir yngri soninn :) Hann var sko heldur betur ánægður með buxurnar, það er sko EKKERT skemmtilegra en að eiga eins buxur og stori bróðir ;)

Skelli inn nokkrum myndum af honum í buxunum :) Uppskriftin er svo hérna til hægri, undir "uppskriftir" Ég reyndar breytti þeim aðeins en ég var búin að skrifa hérna inn hvernig ég breytti þeim, en það er aðeins neðar, þar sem ég setti inn myndir af skrímslabuxunum fyrir frumburðinn :)

Hérna eru báðar buxurnar :) Bláu eru á eldri strákinn og brúnu á þann yngri :)

Hann þurfti að sjálfsögðu að sýna mér "skrímsla-rassinn" :)


Þær passa mjög vel á hann, þó svo að hann sé enn með bleyju og ég sleppti útaukningunni á rassinum :)


Litli kall var svoooo ánægður neð nýju buxurnar sínar :)