Tuesday, June 14, 2011

Litla snúllan mín komin í little sisters kjólinn :)

Jæja, nú er prinsessan á heimilinu farin að passa í kjólinn sem ég prjónaði á hana um daginn :) Ég ákvað því að skella inn einni mynd af henni í kjólnum sínum.
Fyrir ykkur sem langar að prjóna svona kjól þá set ég inn link af uppskriftinni hér til hægri undir "prjónauppskriftir".

Teppið sem litla prinsessan mín liggur á saumaði ég fyrir 19 árum, en þá var ég 14 ára ( Vá hvað mér finnst ég vera gömul þegar ég skrifa "fyrir 19 árum" !!! Mér finnst ég nefnilega ekki vera deginum eldri en 20 ;)

En allavega... hér kemur myndin :)