Thursday, November 17, 2011

Hermannabuxur.

Ég veit, ég veit, þetta á að vera PRJÓNABLOGG hjá mér, en mig langaði samt svo að sýna ykkur buxurnar sem ég var að SAUMA á strákana mína :) Ég saumaði á þá hermannabuxur í gær, og þeir voru svona líka ótrúlega ánægðir með þær :) Skoppuðu glaðir í bragði inn á leikskólann sinn í morgunn í nýju hermannabuxunum sínum ;)

Hér koma svo myndir af þeim í buxunum.

Steinar Örn í sínum buxum :)


Bjarki Þór í sínum buxum :)


STÓRT knús :)

Heimalitað garn :)

Í gær var ég að prufa nýja aðferð til að lita garn með Cool Aid. Ég tók myndir af ferlinu og hérna koma þær :)


Ég byrjaði á því að blanda 3 liti af kool aid.


Setti í klakabox og frysti. Garnið sem ég notaði var Merino Blend Chunky sem ég keypti í rúmfatalagernum.


Ég losaði dokkurnar og vatt þær svona upp. Ég vafði bara garninu utan um stólbak og batt það svo saman á tveim stöðum, svo að það færi ekki í flækju í ferlinu :)


Svo setti ég garnið í eldfast mót og raðaði klökunum ofan á það.


Setti álpappír yfir og inn í ofn. 150 c°hita og blástur.Þegar ég kíkti 20 mínútum seinna, þá voru klakarnir bráðnaðir og vatnið algjörlega gufað upp og garnið varla búið að litast. Þannig að ég setti fleiri klaka á og hellti c.a. 3 glösum af vatni yfir garnið. Þannig að það var vel blautt í gegn.


Eftir c.a. 20-30 mínútur í viðbót var garnið orðið litað og vatnið orðið alveg glært. Þá tók ég eldfasta mótið og setti í sturtubotninn hjá mér og skolaði úr garninu fyrst með köldu vatni.


Og svo skolaði ég með heitu vatni.Svo lét ég garnið þorna á ofninum.Og endaði á að vefja garninu upp í hnykla.

Ég var bara sátt við útkomuna og ætla að prjóna vettlinga á strákana mína úr þessu. ( því að strákar eiga víst eldrei OF mörg pör af vettlingum). Ég er að hugsa um að nota líka endurskins band í vettlingana svo að þeir sjáist vel í myrkrinu í vetur :)

Endilega prufið að lita garn, það er MJÖG auðvelt og alveg ótrulega gaman. Og skemmtilegast er auðvitað að prjóna úr því og sjá hvernig liturinn og munstrið kemur út :)

Ég set svo inn mynd af vettlingunum þegar ég er búin með þá :)

Góða skemmtun :)

Wednesday, November 16, 2011

Sætur barnakjóll :)

Ég var að finna uppskrift af þessum sæta kjól :) Kannski ég eigi eftir að prjóna hann einhverntíman á litlu skottuna mína :) Uppskriftin er hér. Og svo set ég hana líka hér til hliðar undir "prjónaupksriftir :)

Friday, November 11, 2011

Prinsessan komin með smekkinn sinn :)

Ég var búin að segja aðég ætlaði að setja inn mynd af dótturinni með smekkinn sem ég heklaði á hana... Hér kemur myndin :) Smekkinn er mjög auðvelt að hekla og uppskriftin af honum er hér til hliðar undir "hekl uppskriftir"
Svo langar mér til að minna ykkur á facebook síðuna mína, en þar er ég að selja prjónamerki sem ég bý til, prjónauppskriftir eftir mig og tölur. (Fleiri tegundir af tölum eru reyndar á leiðinni) Svo er aldrei að vita nema að það bætist í vöruúrvalið einhverntíman....

http://www.facebook.com/perluprjon

Friday, November 4, 2011

Magic loop :)

Ég er búin að ætla mér mjög lengi að læra að prjóna tvo hluti á einn hringprjón... Í gær lét ég loksins verða að því. Það vill oft vera þannig að maður miklar hlutina svoldið fyrir sér og ég hélt einmitt að þetta væri alveg hrikalega flókið. En svo þegar ég var byrjuð, þá var þetta bara ekkert mál !!! Ég notaði bara þetta myndband hér. Og í gærkvöldi kláraði ég að ganga frá vettlingunum sem ég prjónaði á eldri strákinn minn. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn fljót að prjóna eitt vettlingapar. Þannig að þetta er bæði fljótlegra og skemmtilegra, svo ég tali nú ekki um að eiga ekki hinn vettlinginn eftir þegar þú ert búin með annan :)

Hér koma svo nokkrar myndir af ferlinu :)Búin með tvær umferðir, með myndbandið til hliðsjónar :)


Komin að þumlum :)Komið að úrtökunni.


Og vettlingarnir tilbúnir. Og frumburðurinn fór glaður í leikskólann með nýju vettlingana sína :)