Þannig að ég brá á það ráð að prjóna handa þeim jólaseveina húfur !!
Ég vildi nota eitthvað hlýtt og gott garn, en það mátti heldur ekki stinga. Þannig að ég notaði smart garn í þær, sem er superwash ullargarn og stingur ekki.
Hérna er svo útkoman :)
Uppskriftina fékk ég í bókinni prjónaperlur sem kom út í fyrra. En þar er húfan reyndar röndótt og ekki svona jólaleg ;)
Þeir voru heldur betur ánægðir með húfurnar sínar bræðurnir :)