Friday, February 25, 2011

Heimalitað garn með Kool - Aid

Ég ákvað í morgun að prufa að lita garn með kool aid. Mig hefur lengi langað til að prufa það og hérna kemur svo bæði aðferðin og útkoman :)

Ég byrjaði á að vefja garninu utan um stólbak, en ég notaði hvítt superwash ullargarn.


Þetta eru litirnir sem ég notaði, en ég hélt að þetta í bláa bréfinu væri blátt eða fjólublátt....


En liturinn í bláa bréfinu var svo bara eiginlega rauður eða dökk bleikur. Ég setti vatn í pott og duftið úr pakkanum. Setti svo garnið út í.


Svo lét ég suðuna koma upp og leyfði því að malla í c.a. 1 - 2 mínútur.


Setti svo garnið í vaskinn og skolaði það með köldu vatni, þar til það kom enginn litur úr því, en ég þurfti ekki að skola garnið lengi, því að liturinn var bara alveg fastur í garninu og vatnið var aftur orðið glært !!!


Svo setti ég hinn litinn út í vatn og setti hinn helminginn af garninu útí.


Lét suðuna koma upp og leyfi því að sjóaða í c.a. 1 - 2 mínútur.



Svo skolaði ég aftur úr garninu með köldu vatni.


Svo vatt ég garnið og setti það á ofninn og leyfði því að þorna alveg.


Endaði svo á að vefja því upp í hnykla, og svona er útkoman :)
Ég var bara nokkuð ánægð með litinn, þó að ég sé nú ekki viss um hvað ég eigi að prjóna úr því þar sem garnið er frekar stelpulegt... En ég hafði hugsað mér að nota það í vettlinga á strákana, þar sem ég hélt að duftið í bláa bréfinu væri blátt :)

Ég hef áður prufað að lita garn heima, en þá notaði ég wilton matarliti og edik, en útskýringar á því eru neðar á blogginu. Það er mun einfaldara að lita garnið með kool aid, því að það þarf ekkert edik til að festa litinn !!!

Endilega prufið að lita garnið ykkar, það er bæði mjög gaman að lita það og svo er sko alls ekki síðra að prjóna úr garni sem maður hefur litað sjálfur :)

Góða skemmtun !!!

11 comments:

Erla said...

Geggjaðir litir, svo sterkir og flottir.
...þú gefur þetta bara áfram í swappi eða eitthvað ef þú finnur ekkert til að nota þetta í fyrir strákana.

Fríða :) said...

Takk fyrir :)
Já, ég get svosem gert það :) Svo á ég nú líka litlar frænkur sem ég gæti alveg prjónað eitthvað handa úr þessu :)

Lady idéa said...

þetta er ferlega smart!!...góð hugmynd.
Snúllan þín fær bara peysu úr þessu!!

Fríða :) said...

Takk fyrir :)
Hehe, já kannski bara, það kemur nú í ljós fljótlega hvort það er lítil snúlla eða lítill gutti ;)

Anonymous said...

Sniðugt :)mamma

Unknown said...

Hæ, getur þú sagt mér hvar svona litir fást?
kv. Herdís

Fríða :) said...

Ég keypti þessa liti í megastore í smáralindinni :)

Elín said...

Geggjað! Ég var einmitt að kaupa mér Kool-Aid og plana að lita garn :)
Hlakka ekkert smá til!

Fríða :) said...

Takk fyrir :) Já, þetta erótrúlega gaman... og enn skemmtilegra að prjóna úr garninu :)

Guðbjörg Helga said...

Mér finnst rautt svo flott á stráka :) Flottir litir, ég prófa þetta örugglega við tækifæri

Anonymous said...

What's up, this weekend is nice in favor of me, since this occasion i am reading this enormous informative post here at my residence.

Look at my web-site :: the tao of badass