Ég fór í smá garnleiðangur í gær og rakst þá á riiisastóra dokku af grænu ACRÝL garni, og ég sem aldrei prjóna úr acrýl. Mér fannst liturinn svo flottur og svo þegar ég fór að skoða dokkuna, þá sá ég að innan í miðanum sem var utanum garnið var uppskrift af þessum sæta froski. Ég semsagt keypti dokkuna og gat auðvitað ekki beðið eftir að prófa að hekla hann og hér er útkoman. Ég hef aldrei heklað eftir uppskrift og hvað þá á ensku. En svo var þetta bara ekkert mál.
Froskurinn fer á góðann stað, en það er búið að panta hann hjá mér. ( Hjördísi systir fannst hann svo flottur, og hana langaði í hann) Svo að þessi fer til hennar. Svo er búið að panta tvo aðra hjá mér, því að synirnir sáu hann á stofuborðinu mínu þegar þeir komu heim af leikskólanum í dag og voru fljótir að leggja inn pöntun.
En hér kemur svo Frikki froskur :)