Tuesday, September 13, 2011

Frikki froskur :)

Ég fór í smá garnleiðangur í gær og rakst þá á riiisastóra dokku af grænu ACRÝL garni, og ég sem aldrei prjóna úr acrýl. Mér fannst liturinn svo flottur og svo þegar ég fór að skoða dokkuna, þá sá ég að innan í miðanum sem var utanum garnið var uppskrift af þessum sæta froski. Ég semsagt keypti dokkuna og gat auðvitað ekki beðið eftir að prófa að hekla hann og hér er útkoman. Ég hef aldrei heklað eftir uppskrift og hvað þá á ensku. En svo var þetta bara ekkert mál.
Froskurinn fer á góðann stað, en það er búið að panta hann hjá mér. ( Hjördísi systir fannst hann svo flottur, og hana langaði í hann) Svo að þessi fer til hennar. Svo er búið að panta tvo aðra hjá mér, því að synirnir sáu hann á stofuborðinu mínu þegar þeir komu heim af leikskólanum í dag og voru fljótir að leggja inn pöntun.

En hér kemur svo Frikki froskur :)


10 comments:

mamma said...

Þú ert dugleg froskurinn er sætur :)

Dagmar said...

Sæl ég hef mjög gaman af því að fylgjast með síðunni þinni
gangi þér vel
Dagmar

Hjördís Lind said...

Takk stóra duglega systan mín :) ég hlakka til að geta knúsað hann :)

Gyða said...

Vá hvað þetta er flott síða hjá þér! Margar hugmyndir og margt sem mig langar að gera eftir að hafa skoðað síðuna þína. Ég ætla að byrja á möbíus! Þúsund þakkir!

Fríða :) said...

Takk mamma :)

Hjördís, verði þér að góðu, gott að þé sért ánægð með hann Frikka:)

Dagmar og Gyða, takk fyrir innlitið, gott að þið hafið haft gagn og gaman af síðunni minni.

Anonymous said...

Þetta er flott hjá þér, Fríða mín!
Til hamingju með umfjöllunina í Mbl. í dag!
Þú ert dugleg.
kv,
pabbi

Anna Lisa said...

Sætur !!! :)

Fríða :) said...

Takk :)

Fríða :) said...

Takk fyrir pabbi, já, þetta var gaman og óvænt :)

Anonymous said...

Please let me know if you're looking for a article writer for your blog. You have some really great articles and I feel I would be a good asset. If you ever want to take some of the load off, I'd really like to write some material for
your blog in exchange for a link back to mine. Please blast me
an e-mail if interested. Thank you!

my web blog; the tao of badass