Wednesday, October 5, 2011

Húfa úr yndislega angórugarninu :)

Jæja, nú er ég búin að prjóna húfu úr yndislega mjúka angórugarninu sem ég keypti í Garnbúð Gauju. Þetta garn er algjört æði það er svo mjúkt og fallegt. En svo notaði ég líka rasmillas yndlingsgarn sem ég keypti líka hjá Gauju í Mjóddinni. En það er blanda af ull og bómull, ótrúlega mjúkt og drjúgt garn !!! Ég notaði bæði yndlingsgarnið og angóruna tvöfalt og prjóna númer 4 og það dugði ein dokka af angórugarninu, en af rasmillas garninu á ég eflaust nóg eftir til að prjóna 50 húfur til viðbótar ;) En fyrst ég er að tala um garnbúð Gauju, þá verð ég bara að segja hvað mér finnst alltaf gaman að koma þar inn !!! Konurnar þar eru alltaf jafn almennilegar og svo er líka svo gaman að spjalla við þær um prjónaskapinn :) Mæli með þeim ;)

Ég fékk uppskrift af húfunni þegar ég keypti garnið, en ég þurfti auðvitað að breyta uppskriftinni aðeins, en það virðist loða eitthvað við mig að breyta alltaf uppskriftunum sem ég fer eftir. Ég semsagt breytti úrtökunni aðeins og eyrunum líka. Svo setti ég reyndar líka garðaprjónskant neðst á húfuna, sem var ekki í uppskriftinni....

En hér kemur svo útkoman :)


Og svo að lokum litla snúllan með nýju, mjúku húfuna sína :)


3 comments:

Anna Lisa said...

Ædisleg. Bædi hùfan og dùllan ;)

Fríða :) said...

Takk fyrir :)

Anonymous said...

This is a really good tip particularly to those fresh to the blogosphere.
Simple but very accurate info… Many thanks for sharing this
one. A must read post!

Check out my website: the tao of badass